SUNNANPÓSTUR
Örfréttir af Árborgarsvæðinu og nágrenni
Veðrið á Bakkanum
mánudagur, 6. janúar 2025
Eyrbekkingar kvaddir á árinu 2024
laugardagur, 2. nóvember 2024
Barnaskólinn á Eyrarbakka
sunnudagur, 27. október 2024
Sundvörðurnar fornu
Þeir kölluðu það "Landflugur"
Það dró heldur betur til tíðinda á Bakkanum í byrjun mars 1950. Þann 1. og 2. mars hafði verið foráttubrim á Eyrarbakka með strekkings sunnanátt. Urðu menn þess þá varir að fisk var farið að reka í talsverðu magni á fjörurnar. Þegar farið var að gefa þessum reka frekari gætur kom það í ljós að lygnan inn af brimgarðinum var vaðandi í fiski sem óð lifandi á land og menn gogguðu hann hreinlega í fjöruborðinu. "Öfluðu" menn nálega 200 rígaþorska án þess að setja út bát eða veiðarfæri. Bakkamenn kölluðu þetta "landaflugur" og sennilegast þótti að fiskitorfan hafi verið á eftir síli sem skolaði inn fyrir brimgarðinn. Ekki er vitað til þess að sambærilegt atvik hafi orðið síðan.
Heimild: Brim.123.is
mánudagur, 23. september 2024
Þorleifur hóf ferilinn sem vikapiltur
Þorleifur Kolbeinsson var kaupmaður á Stóru Háeyri á Eyrarbakka og landsþekktur á sínum tima. Hann efnaðist vel og á síðari tímum gekk hann undir nafninu Þorleifur ríki.
Þorleifur var fæddur í Brattholtshjáleigu 6. júní 1798 í mikilli fátækt og ólst upp í þeirri vesöld og ómegð sem einkenndi kotbúskap á þessari öld. Þorleifur var vesældlegur í vexti og lítill bógur til erfiðisvinnu, þá er hann var seldur á barnsaldri í vistarbönd á hina ýmsu bæji við hin kröppustu kjör.
Einhverju sinni eftir fermingu var Þorleifur sendur sem vikapiltur til Jakops bónda í Skálholtshrauni og eftir árið falaðist Jakop eftir því við Þorleif að hann yrði hjá sér annað ár og bauð honum 8 dali í kaup. þá sagði Þorleifur "Þá á ég eitthvað inni hjá þér fyrir liðna árið" Jakop sagði honum þá að ekki hafði verið um það samið. Þorleifur gekk nú eftir því við hreppstjórann að fá eitthvað fyrir sinn snúð en sagði sem var að ekki hafi verið samið um kaupið fyrir hið liðna ár. Jæja sagði hreppstjórinn- hafðu þá heimsku þína í kaup. Þorleifur lét það aldrei henda síðan að ráða sig til vinnu án þess að vera búinn að semja um kaupið fyrirfram, eða eins og hann sagði sjálfur "Á engu árskaupi græddi ég meira en þessu"
Árið 1833 fékk Þorleifur Stórahraun á Eyrarbakka til ábúðar og bjó þar til ársins 1841 en þá keypti hann Stóru Háeyri á Eyrarbakka með öllum hjáleigum þeim er jörðinni fylgdu.
Heimild: Útvarpsþáttur á RUV
laugardagur, 14. september 2024
Barnaskóli á Eyrarbakka í 172 ár
Barnaskólinn á Eyrarbakka var stofnaður föstudaginn 25 oktober 1852. Skólahúsið var byggt fyrir samskotafé almennings í héraðinu. Forgöngu fyrir þessari skólastofnun höfðu þeir sr. Páll Ingimundarson í Gaulverjabæ, Guðmundur Thorgrímsson verslunarstjóri á Eyrarbakka og Þorleifur Kolbeinsson á Háeyri sem þá var hreppstjóri Stokkseyrarhrepps.
Undirbúningur fyrir stofnun barnaskóla á Eyrarbakka hafð staðið um nokkur misseri og menn í héraðinu sem aðrir landsmenn hvattir til að leggja þessu góða máli lið og kom það því hvatamönnum undarlega fyrir sjónir að aðeins Árnesingar léðu þessu máli lið, en þó með nokkrum undantekingum. Þessum hugmyndum um stofnun barnaskóla fengu mikinn mótbyr frá 41 bónda í héraðinu sem undirskrifuðu skjal þann 16.apríl 1851 þar sem fyrirhugaðri stofnun var mótmælt og afsagt að styrkja til hennar eða að láta börn sín í skólann og þá einkum ef ekki yrði hjá því komist að taka af opinberu fé rentu-sveitarkassans til að reka skólann.
En þrátt fyrir þessa mótspyrnu bændanna var skólahúsið reist að Háeyri, timburhús sem rúmaði 30 nemendur auk kennarastofu og kostaði nálega 500 kr.(rbd) Þess má geta að Eigendur Lefolii verslunar og margir mætir Árnesingar styrktu rekstur skólans fyrsu árin.
Heimild:Þjóðólfur 9.apr.1853
Ps. Bændurnir 41 hættu fljótlega að sýna opinbera andstöðu við skólastofnunina,enda öllum einsýnt að þetta væri mikið framfara skref.
Hér er þó ekki alveg rétt með að aðeins Árnesingar hafi stutt skólastofnunina því stuttu eftir að bréfritari þjóðólfafs hafði byrt bréf það sem ofangreindar upplýsingar eru byggðar á barst skólanum styrkur frá fólki utan Árnessýslu og byrtist í 5 árg.þjóðólfs bls 75 og 131
Styrkjendur voru þessir:
Jón Guðmundsson lögfræðingur Reykjavík. ..........10 rbd.
Dr. Jón Hjaltalín Kaupmannahöfn...........................5 rbd.
P.Gudjonsen organisti Reykjavík...........................5 rbd.
Sk. Thorarensen héraðslæknirMóeyðarhvoli............4 rbd.
L. A. Knudsen kaupmaður Hafnafyrði.....................3 rbd.
M. J Matthiesen kaupmaður Hafnafyrði...................3 rbd.
sr.Páll Matthiesen Dvergverðarnesi.........................2 rbd.
Egill Jónsson bókbindari........................................1 rbd.
pr.f. sr. Ásmundur Jónsson....................................4 -
Styrkir frá hreppum í Árnessýslu utan Stokkseyrarhr:
Hraungerðishreppur.
dbr. Árni Magnússon Stóraármóti............................10 rbd.
TH. Gudmundsen kamerráð Hjálmholti........................8 -
sr. Sigurður Thorarensen Hraungerði...........................2 -
Þormóður Bergsson Langholti....................................2 -
Bjarni Símonsson kirkjueigandi Laugardælum..............1 -
Ölvershreppur.
sr.Jón Matthiesen Arnarbæli.......................................4 -
Magnús Sæmundsson Auðsholti.................................2-
Guðmundur Jónsson Núpum.......................................1-
Selvogshreppur.
sr.Þorsteinn Jónsson Vogsósum..........................samt.6 -
Guðmundur Magnússon Minnahofi................................1 -
Einar Hafliðason Helgastöðum......................................1 -
Filippus Stefánsson Vatnsdal........................................1-
Jón Jónsson Gaddstöðum............................................." 32 sk.
Guðmundur Pétursson Minnahofi..................................." 16 sk.
Börn sr.B. Jónssonar á Stórafljóti...................................2 -
Grímsneshreppur.
Jón Halldórson kirkjueigandi Búrfelli..............................3 -
Gísli Guðmundsson Gíslastöðum...................................5 -
Biskupstungnahreppur.
sr.Björn Jónsson Stórafljóti...........................................2 -
Eyjólfur Guðmundsson hreppstj, Auðsholti......................1 -
Eiríkur Jónsson bóndi Skálholti......................................2 -
Helgi Gíslason bóndi Iðu................................................" 24sk
Hrunamannahreppur.
J. K. Briem prófastur Hruna..........................................5-
Jón Jónsson bóndi í Hörgsholti,.....................................2-
Jón Halldórsson bóndi Efraseli.......................................1-
dbr.Jón Einarsson á Kópsvatni.......................................3-
Einar Jónsson hreppstj. Galtarfelli..................................." 64sk
Alþ.m. Magnús Andresson Syðra-Langholti.....................4
Skeiðahreppur.
Ófeigur Vigfússon hreppstj. Fjalli....................................5 -
Sandvíkurhreppur.
Snorri Jónsson Selfossi...............................................2-
Jón Símonarson ingismaður Selfossi.............................." 48sk,
Gaulverjabæjarhreppur.
33 gefendur samtals...............................................44 rbd 88 sk,*
Þorvarður Jónsson hreppstj. Sviðnugörðum.................4 -
(*dönsk mynt sem notuð var á þessum tíma)
Gjafir úr Rángárvallasýslu samtals.9 rbd
sr.Markús Jónsson Odda
Hannes Bjarnason bóndi á Unuhól
Brynjólfur Stefánsson bóndi Kirkjubæ
sr.Guðmundur Jónsson á Stóruvöllum.
Gjafir úr Skaftafellssýslu samt. 7 rbd.
sr.Gísli Thorarensen á Felli
Sýsl,m. Árni Gíslason Heiði
Aðrar árlegar gjafir og áheit. 41 rbd 51 sk.
Gísli Magnússon kennari Reykjavík
sr. Jakop Árnason Gaulverjabæ
sr. Sigurður Thorarensen Hraungerði.
J.K. Briem Hruna
dbr.Árni Magnússon Stóra - Ármóti
V.Finsen bæjarfóg. Reykjavík
Sveinn Eiríksson Hvaleyrarkoti
Guðmundur Þorsteinsson Hlíð Árn.
Guðmundur Guðmundsson Króki Árn.
Jón Guðmundsson ritstj. Reykjav.
Brim.123.is
Bjarni Vigfússon
Bjarni Vigfússon smiður frá Lambastöðum í Flóa starfaði á Eyrarbakka veturinn 1911-1912 við skíðasmíðar úr ask og þóttu skíðin vel vönduð og vakti þessi framleiðsla nokkra eftirtekt heimamanna, en hún fór fram í svonefndu "Prestshúsi". Skíðin voru smíðuð að norskri fyrirmynd og með tábönd af sama sniði. Ekki fara þó sögur af því hvort Bjarni hafi gert góðan díl í þessu snjóléttasta héraði landsins.
Brim.123.is