Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur veitt fyrirtækinu Álkerfi ehf vilyrði fyrir atvinnulóð á Eyrarbakka
SUNNANPÓSTUR
Örfréttir af Árborgarsvæðinu og nágrenni
Veðrið á Bakkanum
https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki
miðvikudagur, 26. nóvember 2025
Álkerfi hyggst hefja starfsemi á Eyrarbakka
mánudagur, 10. nóvember 2025
sunnudagur, 9. nóvember 2025
Kennara vikið frá störfum á Eyrarbakka
Kennara við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri var vikið frá störfum í lok október vegna meints ofbeldis gegn nemanda. Um þetta fjallar móðir nemandans í DV.
Deiliskipulag fyrir fangelsi á Stóra Hrauni samþykkt.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á fundi í vikunni nýtt deiliskipulag fyrir nýtt öryggisfangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka skammt frá núverandi fangelsi á Litla Hrauni.
Pottréttmyndir Sigurjóns Ólafssonar
I október síðastliðnum var opnuð sýning í listasafni Sigurjóns Ólafssonar á völdum portrettum Sigurjóns undir yfirskriftinni Augliti til auglitis. Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara er stofnandi safns hans á Laugarnesi í Reykjavík.
Á sýningunni getur fólk séð elstu varðveittu mannamynd hans sem hann gerði fyrir rúmri öld, eða 1924 þegar hann var sextán ára. Þetta er lágmynd sem hann gerði af kennara sínum í barnaskólanum á Eyrarbakka, Aðalsteini Sigmundssyni.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)