Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

sunnudagur, 28. janúar 2018

Jón Jakopsson

 Jón Jakopsson, (f 1888) ávallt kallaður Jónsi Jak. Hann bjó ásamt systur sinni Jakobínu í Jakopshúsi í Einarshafnarhverfi. Bóndi og formaður til sjós um árabil, fyrst á teinæringi sem hann átti hlut í um 1910 og á mótorbát á árunum í kringum 1920. Hreppsnefndarmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn var hann um 1930. Jónsi var fróður mjög en forn í fari og lifðu þau systkini aðalega á sjálfsþurftarbúskap búskap en lögðu líka inn mjólk. Kýr voru í öldnu fjósi norðan við Jakobshús, kindur í kofa þar norður af og hlaða. Hross nokkur er gengu laus þar í hverfinu og bitu hvar sem eitthvað var að hafa og jafnvel rótuðu í ruslatunnum hjá fólki þar í hverfinu. Fornleg sláttuvél gerð fyrir dráttarhesta og heyvagn sömu leiðis voru einu tækin á búinu, en annars var allt unnið í höndum. Kolakynding var lengst af í Jakopshúsi sem og nokkrum öðrum þarna á Vesturbakkanum langt fram eftir 20. öldinni. 


Jakopshús (Einarshöfn) var hálfgerð "umferðamiðstöð" í lok 19. aldar, en þangað komu fjöldi ferðamanna ofan úr sveitunum í Árnes og Rangárvallasýslu til að þyggja gistingu í kaupstaðaferðum sínum, eða voru að fara eða koma úr verinu eins og það var kallað að halda til á vertíðum. Þar réðu húsum Jakop Jónsson og Ragnheiður Jónsdóttir ásamt fjórum dætrum og einum syni. 

mánudagur, 1. janúar 2018

Brimathuganir á Eyrarbakka

 Peter Nielsen veðurathugunarmaður (1880 til 1911) og faktor á Eyrarbakka athugaði sjólag flest árin þrisvar á dag (kl 8, 14 og 21 (9,15 og 22 skv. okkar tíma). Hann skipti sjólagi sem hann kallaði (brænding = brim) í 7 flokka 0 - 6 á eftirfarandi hátt


Styrkur 0 : Alsléttur sjór, þá sést ekkert brim á skerjunum.

Styrkur 1 : Rólegur sjór. Brimar á skerjum á stöku stað

Styrkur 2 : Brýtur fyrir öllum skerjum, en ekki á Sundinu.

Styrkur 3 : Brot alstaðar, einnig á mestum hluta Sundsins; þó getur það yfirleitt heppnast fyrir opna fiskibáta að stinga sér yfir brimið, með því að sæta lagi.

Styrkur 4 : Óbrotið brim yfir öllu. Inn og útsigling varasöm, Að öllu hættuleg fyrir opna báta og minni mótorbáta.

Styrkur 5 : Voldugt brim; Sjórinn brýtur við sjóvarnargarða.

Styrkur 6 : Voldugasta brim. Sjórinn gengur yfir sjóvarnargarða og langt upp á land.

Við brimstyrk 0, 1 og 2 geta róðrabátar og hæfilega djúpristir mótor og gufubátar yfirleitt siglt út og inn sundið með hliðsjón af sjávarföllum og siglingamerkjum.

Við brimstyrk 3 geta hæfilega stórir gufu og mótorbátar siglt út og inn 1-2 tímum fyrir og eftir háflóð.

Við brimstyrk 4, 5 og 6 er inn og útsigling ekki örugg fyrir farkost af nokkru tæji.


Þýtt úr dönsku.- Dönsk heimild Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Hér er síðan samantekt fyrir hvert ár (árin sem vantar var Nielsen utanlands):

Fjöldi daga á ári (einhverjar athuganir vantar eða brotum er sleppt):

ár

B0

B1

B2

B3

B4

B5

B6

alls

1881

86

78

69

93

29

10

0,33

365

1882

104

55

73

83

43

7

0,00

365

1883

99

55

67

80

47

7

1,67

355

1884

90

51

69

120

30

4

2,00

364

1885

107

81

69

89

14

3

0,00

363

1886

109

70

73

94

16

3

0,00

365

1887

103

61

64

101

31

4

0,33

364

1888

137

48

70

72

36

2

0,67

365

1889

113

66

70

75

35

6

0,00

365

1890

92

61

75

83

46

8

0,00

365

1891

118

57

67

67

50

7

0,00

366

1892

136

76

60

67

24

3

0,00

366

1893









1894









1895

117

58

59

105

21

4

0,00

364

1896

87

50

73

127

26

3

0,67

366


Brim.123.is