Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

sunnudagur, 31. desember 2006

Eyrbekkingar kvaddir 2006

Anna Þorbjarnardóttir á Selfossi. 92 ára.
Elín M Sigurjónsdóttir í Reykjavík. 
Guðrún J Sæmundsdóttir á Kirkjuhvoli.
Jónatan Jónsson vélstjóri í Reykjavík. 
Jutta A  Friðriksdóttir á Grund.
Lilja Böðvarsdóttir á Kumbaravogi. 92 ára.
Reynir Böðvarsson garðyrkjubóndi á Breiðabóli.
Sveinn Magnússon skipstjóri á Túngötu.
Valgerður Pálsdóttir á Selfossi. 

laugardagur, 3. júní 2006

Sýning í Óðinshúsi

 Gunnsteinn Gíslason opnar sýningu á myndverkum sínum í Óðinshúsi á Eyrarbakka í dag. Á sýningunni er að finna 30 verk, öll unnin síðastliðin tvö ár. Myndverkin eru tileinkuð íslenskri náttúru og aðkomu mannsins að henni. Undanfarin fimm ár hefur Gunnsteinn haft vinnustofu á Eyrarbakka, í Ólabúð sem er merk verslun frá fyrrihluta 20. aldar.

Nánar í Mogganum í dag 

föstudagur, 26. maí 2006

Sólbaðstofuræninginn strauk af Hrauninu

 Haustið 1993 strauk hættulegasti glæpamaður landsins úr gæslu í fangelsinu að Litla-Hrauni.

Nokkrir fangar áttu því auðvelt með að afvegaleiða fangavörðinn með ýmsum verkefnum á meðan félagi þeirra laumaði sér út. Hann skokkaði áleiðis inn á Eyrarbakka í leit að farartæki og staðnæmdist ekki fyrr en hann hafði komið auga á fallegasta bílinn í bænum. Silfurgrænan Buick sem var í eigu þáverandi oddvita, Vigfúsar Jónssonar.


Dagblaðið Vísir - DV - 06. maí 2006

þriðjudagur, 28. febrúar 2006

Skólamál við ströndina

 35. fundur skólanefndar Árborgar haldinn á Stokkseyri 20. febrúar 2006 kl. 17:15.

1. Húsnæðismál BES. Sigurður Bjarnason lýsti starfi vinnuhóps um framtíðarskipan húsnæðismála Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hópurinn mælir með nýju skólahúsi mitt á milli þorpanna. Margrét dreifði punktum um niðurstöður íbúaþings. Harpa lýsti undrun á því að þeir punktar væru nú dregnir fram. Taldi hún það gera heldur lítið úr vinnu vinnuhópsins. Einnig hefði mátt tengja hana betur við vinnu Ásbjarnar Blöndal um sama efni frá 2003. Kristinn lýsti ánægju með skýrsluna en saknaði þess að ekki væru settar fram spár um nemendafjölda. Einnig taldi hann að vænlegra væri að byggja upp á báðum stöðum frekar en á milli bæjanna. Of mikið sé gert úr göllunum við að reka skólann á tveimur stöðum. Harpa lagði fram  bókun:

Ályktun skólanefndar um húsnæðismál BES

Skólanefnd Árborgar hefur yfirfarið skýrslu vinnuhóps um framtíðarskipan húsnæðismála Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nefndin hefur ákveðnar efasemdir um þá lausn sem meirihluti hópsins mælir með, að byggja nýjan skóla á milli þorpanna. Sú lausn gengur gegn þeim vilja íbúanna sem fram kom á íbúaþingi 2003, en þar var lögð rík áhersla á að skólastarf yrði áfram í báðum þorpum.

Skólanefnd mælir með að byggt verði upp fullnægjandi skólahúsnæði í báðum þorpum. Hafist verði handa sem allra fyrst. Skólanefnd mælir jafnframt með að framkvæmdir verði aðeins á öðrum staðnum í einu.

Skólanefnd bendir á að íbúafundur við ströndina gæti verið heppilegur til að kynna niðurstöður skýrslunnar.

Samþykkt samhljóða.

Sjá einnig frétt "NEIÐARFUNDUR" Stokkseyri.is

Brim.123.is 

fimmtudagur, 2. febrúar 2006

Hver er afstaða frambjóðenda?

 Eyrarbakkahópurinn hefur innt alla frambjóðendur í væntanlegum bæjarstjórnarkosningum um afstöðu til skipulagsmála er varðar deiliskipulag fyrir Eyrarbakka sem er svo hljóðandi:

Frambjóðendur, hver er afstaða ykkar?

 

Það hefur verið stöðugt vaxandi ólga meðal strandbúa Árborgar með allt viðmót og þjónustu Árborgaryfirvalda við þá sem síendurtekið og árangurslítið hafa leitað sjálfsagðrar fyrirgreiðslu við að koma af stað byggingarframkvæmdum á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Nú tók steininn úr við afgreiðslu nýja aðalskipulagsins, þegar bæjarstjórnarmeirihlutinn ?kom til móts við? mótmæli gegn skipulagsáformunum á Eyrarbakka með því að auka enn við vitleysuna sem verið var að mótmæla.

Eyrarbakki er langt og mjótt þorp, 2 km á lengd og 150-250 m á breidd. Íbúaþing á Eyrarbakka í upphafi undirbúnings fyrir nýtt aðalskipulag markaði afdráttarlaust þá stefnu að breikka þorpið um nálægt helming með íbúðabyggð norður að þjóðvegi og skapa þannig forsendur fyrir fullnýtingu svæðisins með því að skipuleggja það sem eina heild.

Tillaga skipulagsaðstandenda bæjarstjórnar um aðalskipulag sniðgekk algerlega þennan vilja Eyrbekkinga nema rétt málamyndaræmu ofan þorpsins, en gerði þess í stað ráð fyrir að lengja þorpið um 500 metra.

Þessu mótmæltu hálft fjórða hundrað íbúar. Brugðizt var við með annarri málamyndaræmu ofan þorpsins og enn frekari lengingu þess um 400 m.

Þannig er orðið við vilja Eyrbekkinga um breikkun þorpsins með því að lengja það úr 2 km í 3 km, og nýtingarmöguleikar svæðisins ofan þorpsins eru stórlega skertir til frambúðar með skipulagslausum afskurði þess.

Okkur Eyrbekkingunum fjörutíu sem sátum bæjarstjórnarfundina þegar skipulagið var samþykkt ofbauð leiksýning meirihlutafulltrúanna, þykjustan og rökleysurnar. En við skildum vel að forseti bæjarstjórnar skyldi í fundarbyrjun taka fram að hljóðupptökur væru bannaðar en myndatökur leyfðar. Þvílík sýndarmennska.

Minnihlutafulltrúarnir höfðu lagt fram tillögur um að verða við kröfum Eyrbekkinga að svo miklu leyti að það yrði ekki til að valda töfum á afgreiðslu aðalskipulagsins. Þessum tillögum var öllum sópað út af borðinu með friðþægingarbókun og blekkingarsamþykkt. (?slá út af laginu samþykkt?)

Flestum Eyrbekkingum er orðið bumbult af bæjarstjórninni við þessa reynslu og höfðu eins og aðrir strandbúar fengið sig fullsadda á því sem á undan var gengið.

Í bókun bæjarstjórnarmeirihlutans er vitnað til laga ?um reglubundna endurskoðun aðalskipulags á fjögurra ára fresti? og samþykktin lofar niðurstöðum ?tímanlega fyrir næstu lögboðna endurskoðun aðalskipulagsáætlunarinnar?.

Hér er út af fyrir sig ekki verið að ljúga, - og þó, en ekki beinlínis. En það er ekki rétt farið með.

Það er markvisst verið að biðla til þess skilnings, að aðalskipulag verði ekki til umfjöllunar fyrr en að fjórum árum liðnum. Með öðrum orðum muni aðalskipulag ekki koma til umfjöllunar hjá nýrri bæjarstjórn, sem tekur við eftir fimm mánuði.

Um reglubundna endurskoðun aðalskipulags segir hins vegar í skipulagslögum:

"Þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Um málsmeðferð á endurskoðaðri áætlun fer sem um gerð nýs aðalskipulags væri að ræða." Óháð því hvernig blekkingum og óskhyggju núverandi meirihluta bæjarstjórnar Árborgar er háttað er þess vegna deginum ljósara, að eitt fyrsta verkefni hvers fulltrúa í nýrri bæjarstjórn á þessu vori verður að taka afstöðu til þess,

·         hvort 357 mótmæli vegna skipulags Eyrarbakka hafi fengið raunverulega rökstudda umfjöllun og skynsamlega afgreiðslu,

·         hvort rétt og skynsamlega hafi verið unnið að gerð þess aðalskipulags, sem nú er búið að samþykkja af meirihluta bæjarstjórnar,

·         hvort aðalskipulagið, sem bíður staðfestingar ráðherra, sé skynsamlegt, ásættanlegt fyrir allan þorra bæjarbúa og taki tillit til þekktra óska íbúa um þeirra næsta nágrenni,

·         "hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið"
Um þetta allt verður talsvert fjallað nú á vordögum.

Framboðslistar eru að taka á sig mynd þessa dagana, hver listi með sínum hætti.

Allir strandbúar finna að bæjarstjórnarfulltrúar Samfylkingar og Framsóknar hafa á þessu kjörtímabili verið ansi samtaka um að bægja kjósendum þar frá sér. Margir, sem bera ábyrgð á þessum meirihluta, telja komið að skuldadögum. Bæjarfulltrúar þeirra voru allir sem einn samtaka að bæla niður mótmæli Eyrbekkinga. Það er hætt við að þeim hafi orðið það á með þeirri gerð að hleypa flokkadráttum í málið í óþökk þeirra sem mótmæltu á þeim grundvelli að gæta almennra hagsmuna þorpsins.

Orðspor dómgreindar þeirra hefur flekkast við þennan gerning, sem að vísu er gerður á samábyrgð þeirra, og oft er sagt að samábyrgð jafngildi engri ábyrgð. Ekki er ósennilegt, að áður en næstu fimm mánuðir verða liðnir hafi þeir flestir afneitað frumkvæði sínu og gert lítið úr atfylginu, enda mála sannast að einungis einn bæjarfulltrúi hafi komið að tilurð skipulagsins í þeim mæli að geta fjallað um það af yfirsýn.

Framundan er prófkjör Sjálfstæðismanna eftir rúman hálfan mánuð og fram kominn hálfur annar tugur frambjóðenda. Báðir núverandi bæjarfulltrúar þess flokks lögðu sig fram um að styðja kröfur Eyrbekkinga, en mættu í viðleitni sinni sömu óbilgirni og þröngsýni og íbúar á Eyrarbakka.

Það er enginn vafi á því, að þorri Eyrbekkinga mun í vor spyrja um afstöðu frambjóðenda allra flokka til endurskoðunar á aðalskipulaginu og þessar vikur bíða margir eftir að heyra afstöðu prófkjörsframbjóðenda. Einhverjir eru að velta fyrir sér hvort rétt sé að hafa áhrif á framboðið með prófkjörsatkvæði. Hugur manna stendur til þess að meta hvern frambjóðanda eftir afstöðu hans í þessu máli og flokka eftir afstöðu einstakra frambjóðenda, og menn verða varla látnir njóta þess vafa, sem þeir reyna að skapa sér með þögn og loðnum orðum.

Frambjóðendur, hafið þið kynnt ykkur málavexti þannig að þið getið tekið afstöðu til nýrrar endurskoðendur aðalskipulagsins og rætt málið af yfirsýn, og hver er þá afstaða ykkar?

Heimild: Brim.123.is 

föstudagur, 27. janúar 2006

Vilja leggja göngu og hjólastíga

 Umhverfisnefnd Árborgar bendir á nauðsyn þess að hefjast handa nú þegar við gerð hjólreiða- og göngustíga á milli Eyrarbakka og Stokkseyri. Einnig að uppbyggingu grænna svæða við ströndina verði haldið áfram. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir svæðið, auk þess að örugga hjóla- og gönguleið vantar milli staðanna sem er mjög brýnt m.a. vegna sameiningar grunnskólanna á stöðunum. Bæta þarf einnig útivistarmöguleika íbúa við ströndina. 

http://www.arborg.is/ 

Brim.123.is 



föstudagur, 13. janúar 2006

Íbúar í Árborg 7000

 Íbúar Árborgar eru orðnir 7000 talsins. Snemma í gærmorgun fæddist drengur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi sem fyllti sjöunda þúsundið. Hann mun vera Eyrbekkingur samkvæmt frétt á www.stokkseyri.is Hsu nýburar

Brim.123.is. 

mánudagur, 9. janúar 2006

Básendaflóðið

 Í dag eru liðin 207 ár frá Básendaflóðinu sem var mesta flóð Íslandssögunar,en þá gekk einver dýpsta lægð allra tíma yfir Ísland. Kaupstaðurinn Básendar varð rústir einar og byggðist aldrei aftur. Kirkjur fuku á Hvalsnesi og Nesi við Seltjörn. Bátar og skip skemmdust víða á svæðinu frá Eyrarbakka og vestur á Snæfellsnes.

Básendaflóðið 9.janúar 1799 olli töluverðum skemmdum á eignum Eyrbekkinga. Þá lét Lambertsen verslunarstjóri Sunckenberg verslunarinnar sem þá hét, hlaða mikinn garð fyrir framan búðirnar og Húsið sem enn stendur og störfuðu margir Bakkamenn við framkvæmd þess.

Í dag eru einnig liðin 16 ár frá Stormflóðinu mikla sem gekk yfir Eyrarbakka 9.janúar 1990 og olli miklu tjóni á Eyrarbakka og 

Brim.123.is 

laugardagur, 7. janúar 2006

Framhaldsfundur Bæjarstjórnar

Framhaldsfundur Bæjarstjórnar Árborgar var haldinn í dag. Til afgreiðslu var tillaga að aðalskipulagi sveitarfélagsins til næstu 20 ára ásamt breytingartillögum minni hlutans.

Hópur Eyrbekkinga mætti á áhorfendapalla eins vænta mátti, en sem kunnugt er gerðu allmargir Eyrbekkingar athugasemdir við framkomna tillögu þar sem hún tók ekki til mögulegs byggingarlands norðan þorpsins. 

Heimild: Brim.123.is