Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

mánudagur, 31. desember 2007

Eyrbekkingar kvaddir 2007

Sigurbjörg Guðmundsdóttir á Sæbergi. 
Sólrún Sverrisdóttir á Selfossi. 

EYRARBAKKI er lika í Winnipeg

 Nelson er af íslenskum ættum, býr á Eyrarbakka á vesturströnd Winnipeg-vatns í hinu sagnaríka Nýja-íslandi. Þar er hann búinn að koma upp safni af fornum íslenskum munum, eins og útskornum stokk eftir Bólu-Hjálmar og bókakistu Sigtryggs Jónassonar sem hann fór með vestur. Á Eyrarbakka er einstakt safn dagblaða, handrita, ættfræðirita, ljósmynda o.fl.

Himild: Listin að lifa 2007


laugardagur, 15. september 2007

Árni vill byggja

 Árni Valdimarsson einn eigenda hraðfrystihússlóðarinnar, Ísfoldarreitsins, við Eyrargötu á Eyrarbakka stóð fyrir fundi í samkomuhúsinu Stað þar sem fram fór kynning á hugmyndum um íbúðareit á lóð frystihússins.

Morgunblaðið - 15. september 2007

laugardagur, 19. maí 2007

Vorskipið kemur

 "Við fórum í þetta verkefni, Vorskipið kemur, þegar bæjarstjórn Árborgar sló af menn- ingardagskrána Vor í Árborg en sú dagskrá hafði mikið að segja hér við ströndina og annars staðar og kynnti vel menningu og listir í sveit- arfélaginu,“ sagði Friðrik Erlings- son, rithöfundur á Eyrarbakka, einn af frumkvöðlum dagskrárinnar Vorskipið kemur sem stendur yfir á Bakkanum. 

Nánar í Mogganum í dag 

laugardagur, 28. apríl 2007

Bókasafnið 80 ára

 "Ég finn vel fyrir sögu safnsins. Hér eru margar gamlar bækur sem eru gull fyrir grúskara. Safnið er hluti af rótum fólksins hér og það vill hafa safnið hér í þorpinu sem hluta af kjölfestu sinni í lífinu" segir Margrét Kristinsdóttir bókavörður. 

Morgunblaðið - 28. apríl 2007

þriðjudagur, 27. mars 2007

Siggeir garðyrkjustjóri Árborgar

 Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka stýrir garðyrkjudeild Árborgar, en Eyrarbakki er eitt þriggja byggðarlaga í Sveitarfélaginu.