Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

sunnudagur, 3. desember 2023

Kveikt á jólatrénu á Eyrarbakka

Kveikt var á jólatrénu í jólaþorpinu við Húsið á Eyrarbakka kl 18 í kvöld. Spiluð voru jólalög og jólavísur sungnar. Fyrstu jólasveinar þessara jóla sáust á vappi við Húsið og létu öllum illum látum. Aðspurðir sögðust Þeir heita Ljósamænir og Greniþreyfur. Margt var um manninn, foreldrar og börn. Þetta er í fyrsta sinn sem jólatrénu var komið fyrir á þessum stað, en áður var það við Álfstétt, en áður fyr við kirkjuna. Þetta eru síðan fjórðu jólin sem jólaþorpið er staðsett við Húsið.

föstudagur, 10. nóvember 2023

Eyrarbakki: Jörð titrar og skelfur

Allmikið um jarðskjálfta á suðurlandsundirlendinu í kjölfar jarðskjálftahrina á Reykjanesi, þar sem búist er við eldsumbrotum á hverri stundu. Hér á Bakkanum hefur orðið vel vart við nokkra þeirra stærstu sem eiga upptök á suðvestur hluta landsins

þriðjudagur, 7. nóvember 2023

Skrímsli sást á Eyrarbakka-Brot úr sögunni

19. Nóvember 1594 gerði mikinn storm og segir svo í Skarðsannál: þverraði Hvítá í tveim stöðum hjá Áhrauni á Skeiðum, og í Flóa austan til með landinu, hjá Brúnastöðum, nær þvert yfir um. Þar var gengið þurrum fótum í einn hólma, sem áður var ófært, og teknar þaðan hríslur til merkis. Undruðust þetta menn, að þeir tveir kaflar skyldu þorna, þvi að áin var að sjá sem sjó annarsstaðar með rokviðri. Í þessum sömu stormum var brimgangur ógurlegur. Sást þá á Eyrarbakka, á Háeyri og skúmsstöðum skrímsl; það var ferfætt og hábeinótt, selhært, hafði annaðhvort svo sem hundshöfuð, eða hérahöfuð, en eyru svo stór sem ileppar lágu þau á hrygginn aftur; bolurinn var svo sem folaldskroppur og nokkuð styttri, hvit gjörð var yfir um það hjá bógunum, en var grátt eða svo sem móálótt fram; rófa var löng, kleppur sem á leónshala á endanum, frátt sem hundur; sást á kveldin. – Lýsingin á skrímslinu á ágætlega vel við asna eða múlasna, en hvaðan kom skepnan? Leiða má líkum að því að skip hafi farist í veðri þessu og meðal farm skipsins hafi þetta dýr verið og náð heilu og höldnu til lands.

sunnudagur, 5. nóvember 2023

Brot úr sögunni- Nolsoy slysið.

Tvær Færeyskar skútur, sem voru að veiðum hér við land, fórust í stormi 7. mars 1934 með samtals 43 mönnum. Voru það skúturnar „Neptun" frá Vestmanhavn og „ Nolsoy" frá Þórshöfn. Þann 31. maí það ár rak lík hjá Stóra-Hrauni á Eyrarbakka og var talið að það hafi verið af matsveininum á  kútter „Nolsoy". Likið var óþekkjanlegt er  það fannst, en trúlofunarhringur, sem af tilviljun hafði tollað á fingri  hins  látna,  var  sendur til Færeyja og þektist. Hin látni hét Bernhard Henriksen og var frá Sandvági í Færeyjum. Hinn 21. maí 1936 kom minnisvarði með m/s. „Dronning Alexandrine", sem Færeyingar sendu og láta átti á leiði hans, en líkið var  jarðsett i  Eyrarbakkakirkjugarði og var vandað til  jarðarfararinnar eins og kostur var á. Með „Nolsoy" fórust alls 20 menn, bræður margir og feðgar, og eru nöfn  þeirra  allra  rituð á steininn, og eftirfarandi  erindi á  undirstöðu  hans:

Mugu  enn við sorg vit siga
kærum  vinum  her farval.
Góðandagin gleðiliga
tó í himli ljóða skal.

Auk Færeyinga, átti  þáverandi sendiherra Dana, Fontenay og  consul Jens Zimsen,  sinn þátt í að minnismerkinu yrði hingað komið, og  annaði  Zimsen bæði flutning  austur og sá  um, að því var komið fyrir á gröf  Bernhards Henriksens og var gengið frá því í  Eyrarbakkakirkjugarði þann 3.  júní 1936.
Auk Bernhards fórust með kútter Nolsoy: J. Henriksen, H.D. Hansen, V. Hansen, E. Hansen, M.Hansen, A.  Danberg, J. Olsen, M. Petersen, P. Poulsen, J.P. Petersen, M. Johansen, H. Leidesgaard, U.A. Johansen, M. Poulsen, J.G. Petersen, O.J. Jakopsen.


Heimild: Morgunbl.138 tbl 1934. Brot úr sögu Mykinesar

laugardagur, 4. nóvember 2023

Konurnar á Eyrarbakka



Í næstu viku kemur út Bókin "Konurnar á Eyrarbakka " eftir Jónínu Óskarsdóttir, en hún á ættir að rekja til Eyrarbakka en afi hennar var Guðfinnur Þórarinsson formaður frá Eyri er fórst með Sæfara ásamt sjö manna áhöfn í innsiglingunni á Eyrarbakka 5. apríl 1927. Amma hennar var Rannveig Jónsdóttur húsfreyju og verkakonu frá Litlu Háeyri á Eyrarbakka.

Bókin Konurnar á Eyrarbakka er bók sem lengi hefur verið beðið eftir

https://eyrarbakkakonur.com/ 

Iðkar brimbretti í Þorlákshöfn og siglir heimsálfa á milli - RÚV.is

Dana Marlin býr á Eyrarbakka og er iðinn brimbrettaiðkandi í Þorlákshöfn.


laugardagur, 21. október 2023

Ljósin á Bakkanum

Það eru víða sprungnar perur í ljósastaurum á Eyrarbakka um þessar mundir og búið að vera svo um langt skeið. Það er hald manna að Sveitarfélagið Árborg sé að spara með því að endurnýja ekki sprungnar perur. Það hefur vissulega verið gefið út að Sveitarfélagið Árborg sé í alvarlegum fjárhagsvanda og leiti allra leiða til sparnaðar. Það virðist einmitt vera sú viðleitni sem hrjáir íbúanna við ströndina að Sveitarfélagið láti sparnaðinn koma einna helst þar niður. Skemmst er að minnast á ákvörðun um lokun sundlaugarinnar á Stokkseyri. Hugmyndir um að loka Barnaskólanum á Eyrarbakka, bókasafninu o.sv.fr. En það eru ákveðnar skildur sem Sveitarfélaginu ber að sinna, til dæmis umferðaröryggi og þá sérstaklega þar sem gangbrautir eru og umferð barna.
Ábyrgðin er töluverð, þá ekki síst ábyrgð kjörinna fulltrúa. Þess er því beðið með eftirvæntingu að fjármagn fáist til kaupa á nýjum perum.

mánudagur, 9. október 2023

Árborg: Gul viðvörun vegna vinds⚠️

Úrhellis rigning var á Árborgarsvæðinu í dag og nokkuð um að vart yrði við leka í húsum. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir morgundaginn vegna vinds.

sunnudagur, 8. október 2023

Brot úr sögunni: Kartöfluræktin á Bakkanum

Árið 1870 voru ræktaðar kartöflur í 
tveimur görðum í Einarshöfn hjá Gísla Jónssyni  og á Skúmsstöðum hjá Teiti 
Teitssyni, en Gísli er talinn vera brautryðjandi í kartöflurækt á Bakkanum. Sveinn Sveinsson í Hausthúsum er talinn ver fyrstur til þess að nýta þara sem áburð sem reyndist mjög vel. Bergsteinn Sveinsson í Brennu hóf fyrstur stórtæka kartöflurækt á 20. öld og margir  fylgdu í kjölfarið. Helstu kartöflubændur á síðari hluta 20. aldar voru Birgir í Merkisteini, Siggi Guðjóns, Dóri á Sæfelli, Reynsi Bö, Gvendur á Sandi, Ármann í Vorhúsum, Mangi í Laufási og Friðjólf á Sæbóli.

Gul viðvörun Suðurland:⚠️

Veðurstofan spáir úrhellis rigningu á mánudag og hefur gefið út gula viðvörun. 

laugardagur, 7. október 2023

Eyrarbakki: Ráðherra hyggur á nýtt fangelsi.

Dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir hefur ákveðið að byggja nýtt fangelsi í stað Litlahrauns sem er stærsta fangelsi landsins. Um er að ræða 7 miljarða fjárfestingu og mun byggingin rísa á landi Litlahrauns á næstu árum. Fangelsið á Litlahrauni var stofnað 1929 í byggingu sem hýsa átti sjúkrahús Suðurlands. Það hét þá Vinnuhælið Litla-Hraun, en oft í gríni nefnt 'Letigarðurinn'. Fjárrétt var þar áður er nefndist 'Fæla' og var það nafn stundum notað af heimamönnum sem höfðu vanist því. Nú er bara að finna nafn á nýja staðinn. 

Eyrarbakki: Bóstbox við sjoppuna

Fyrr á þessu ári var sett upp póstbox við verslunina Bakkinn, íbúum til hægðarauka. Það er einföld og skilvirk leið til að afgreiða pakka sem fólk getur sótt þegar því hentar. Þá fær fólk skilaboð í síman þegar pakkinn er kominn í boxið.

Selfoss: Rakaskemdir í Sunnulækjarskóla

Rakaskemdir uppgötvuðust í svokallaðri Kringlu og Múla í Sunnulækjarskóla síðasta vetur og nauðsynlegt var að fara í allmiklar lagfæringar á byggingunni. Hér má sjá hvar unnið er að því að setja nýja klæðningu á Kringlunna.

Selfoss: Viðgerðir á Ráðhúsi Árborgar

Í sumar fóru fram umfangsmiklar viðgerðir á ráðhúsinu, en viðvarandi lekavandamál voru í byggingunni síðastliðinn vetur sem stafaði af fjölda sprungna í útveggjum. Sprungurnar eru taldar hafa orsakast útfrá jarðskjálftanum 2008. Eftir viðgerð var byggingin máluð.

föstudagur, 6. október 2023

Eyrarbakki: Kirkjan bleikum ljósum prýdd.

Í tilefni af bleikum október til stuðnings kvenna með krabbamein hefur Eyrarbakkakirkja verið upplýst í bleikum ljósum. Bleiki dagurinn er svo 20. október og þá skarta þorpsbúar bleikum klæðum.

Selfoss: Vallaskóli í viđhaldi

Umtalsvert viđhald og endurbætur fóru fram á Vallaskóla í sumar. Múrviđgerđa og málunar þurfti víđa viđ og nokkrar breytingar gerđar á innra skipulagi. Einkum vegna þess ađ eldhús skólanns þjónar nú einnig leikskólum í grendinni og starfsemin sem var í Valhöll færđ inn í ađalbygginguna. Ađ verkinu komu ýmsir iđnađarmenn á svæđinu.

Selfoss: Ný leikskóladeild í Bjarkarbóli

Leikskólinn Jötunheimar opnar nýja deild í bráđabrigđa útistofum í Björkustekk. Um er ađ ræđa tvær leikskóladeildir í húsnæđi sem Jötunheimar deila međ Bjarkarbóli frístund, en húsnæđiđ var áđur bráđabrigđaskóli Stekkjaskóla. Gert er ráđ fyrir ađ tvær leikskóladeildir til viđbótar verđi opnađar í húsnæđinu fyrir næsta skólaár. Um þessar mundir er veriđ ađ hanna 6 deilda viđbyggingu viđ húsæđi Jötunheima viđ Norđurhóla og verđur hann þá fyrsti 12 deilda leikskólinn a.m.k. á Suđurlandi.

Selfoss: Kotiđ og Eldheimar flytja í Valhöll

Sveitarfélagiđ ákvađ ađ selja Glađheimalóđina viđ Tryggvagötu á Selfossi og flytja alla starfsemi sem fram fór í Glađheimhúsinu í Valhöll sem Vallaskóli hafđi til afnota áđur. Vegna þess hafa stađiđ yfir allmiklar endurbætur á húsnæđinu og lóđinni í kring. Kotiđ og Eldheimar starfa međ börnum og ungmennum í viđkvæmri stöđu.

Eyrarbakki: Nýr kastali á lóđ Brimvers

Fyrir skömmu lét leikskólinn Strandheimar endurnýja kastalann á lóđ Brimvers, en sá gamli var orđinn ónýtur af fúa. Þađ var Jóhann Helgi og co sem framkvæmdi verkiđ. Einnig stendur til ađ endurnýja leiktæki á leiksólalóđinni Æskukoti á Stokkseyri næsta vor.

fimmtudagur, 5. október 2023

Stokkseyri: Sundlaugin lokar

Sundlaug Stokkseyrar mun loka 1. November næstkomandi og verđur lokuđ til 1.mars 2024. Er þađ gert í sparnađarskyni vegna erfiđrar fjárhagsstöđu sveitarfélagsins. Tíminn verđur notađur til ađ dytta ađ ýmsu sem þarfnast viđgerđa og endurbóta. Undirskriftalistar standa nú uppi í þorpunum báđum Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem lokuninni er mótmælt. Sundlaugin er bæđi skólasundlaug og almenningssundlaug og því kemur lokunin illa viđ notendur hennar.

Selfoss: Uppbygging í Björkustekk

Björkustekkur viđ Selfoss hefur byggst hratt upp og á ađeins tveim árum er komiđ þar allstórt íbúđahverfi og ný skólabygging sem tekin var í notkun í vor og þá var strax hafist handa viđ annan áfanga skólanns og er uppsteypu um þađ bil ađ ljúka. Áætlađ er ađ annar áfangi Stekkjaskóla verđ tilbúin fyrir skólaáriđ 2024-2025.

Selfossveitur með nýtt mælakerfi

Unnið er að uppsetningu á nýju mælakerfi Selfossveitna. Það er digital kerfi sem sendir upplýsingar jafn harðan til höfuðstöðvar Selfossveitna og sparar aflestur á mæla með því móti að ekki þarf lengur að fara í hvert einasta hús til aflestrar. Til þess hefur verið komið fyrir loftnetum á nokkrum byggingum í sveitarfélaginu.

Litla leikhúsið á Selfossi

Framkvæmdir eru hafnar við leikhúsið í Sigtúni þar sem leikfélag Selfoss hefur sína aðstöðu. Inngangurinn verður endurnýjaður ásamt tröppum og rampi fyrir fatlaða. Sömuleiðis verður inngangurinn stækkaður frá því sem var til að koma fyrir salerni fyrir fatlaða. Framkvæmdin hefur fengið styrk vegna aðgengismála fatlaða. Húsið var byggt á sínum tíma fyrir Iðnskóla sem starfaði í húsinu um áratuga skeið. 

þriðjudagur, 19. september 2023

Endurbætur á tjaldsvæðinu

Í sumar fóru fram nokkrar endurbætur á aðstöðunni við tjaldsvæðið á Eyrarbakka, smíðaður var pallur við aðstöðuhúsið sem gerir aðkomuna mun vistlegri fyrir gesti tjaldsvæðisins. Það er björgunarsveitin Björg sem rekur tjaldsvæðið. 


föstudagur, 15. september 2023

LEIKFÉLAG EYRARBAKKA ENDURVAKIÐ

 

Leikfélag Eyrarbakka var stofnað 1943 og núna nýverið tók hópur sig saman um að endurvekja félagið af löngum dvala. Það voru þær Hera Fjord, Hulda Ólafsdóttir og Sella Páls sem boðuðu til stofnfundar í Alpan húsinu, sal Byggðasafns Árnesinga þann 22. ágúst síðastliðinn. Félagið hefur síðan haldið leiklistarnámskeið fyrir áhugasama.

laugardagur, 24. júní 2023

Hin árlega Jónsmessa haldin hátíðleg á Eyrarbakka

Jónsmessuhátíðin var haldin á Eyrarbakka núna um helgina. Dagskrá var bæði á föstudag og laugadag og margt til skemmtunar báða daganna. Veðurguðirnir voru til friðs fyrri part dags en þegar á leið daginn gátu þeir ekki lengur haldið aftur af sér og demdu yfir rigningunni ein og þeim er tamast núorðið. Því er ólíklegt að af verði sólstöðubrennunni í fjörunni. 

 Á myndinni má sjá hátíðarstemmingu við Sjóminjasafnið, vælubíla og víkingatjald.

mánudagur, 1. maí 2023

Viðtal við Sigurð Óla í Höfn

 Sigurður Óli Ólafsson frá Eyrarbakka rak verslunina Höfn á Selfossi um árabil og þekkir vel til verslunarsögu þorpanna í Flóanum.  Árni Johnsen tók viðtal við Sigurð fyrir Morgunblaðið - 03. ágúst 1985

laugardagur, 29. apríl 2023

Gamla skólastofan á förum

 Gamla skólastofan á Eyrarbakka verður fjarlægð á næstu dögum. Hlutverki hennar sem kennsluhúsnæði lauk á síðasta ári eftir að mygla greindist í húsnæði skólans.

Árið 1973 í kjölfar Vestmannaeyja gosins fjölgaði börnum í Barnaskólanum á Eyrarbakka þegar um 10 - 12 fjölskyldur settust þar að, sum tímabundið en önnur varanlega. Viðlagasjóður útvegaði færanlega skólastofu sem stóð fyrst norðan við skólabygginguna en var svo flutt suður fyrir þegar skólahúsið var stækkað seint á 8.áratugnum. Skólastofan hefur verið í notkun allt þar til á síðasta ári. Eftir að hafið var að byggja nýju skólastofurnar ákvað sveitarfélagið að selja þessa gömlu skólastofu sem fær nýtt hlutverk vestur í Stykkishólmi og mun þjóna landbúnaðarstarfsemi þar um slóðir.

Heimild: Brim.123.is 


mánudagur, 24. apríl 2023

Eyrbekkingar kvaddir 2022

 Elín Sigurgeirsdóttir (Ella) í Björgvin. 100 ára. Ættuð frá Hreiðurborg í Flóa.

Kjartan Ingi Sveinsson 47 ára. Hann varð bráðkvaddur á sjúkrahúsi Selfossi. Foreldrar hans voru Sveinn Magnússon (Denni) og Rannveig Sverrisdóttir. Denni lést á sjúkrahúsi Selfossi 2006

Óskar Gústaf Ingjaldur Ólafsson 39 ára. Hann lést af krabbameini á sjúkrahúsi Selfossi. 

Ragnheiður Telma Björnsdóttir 49 ára. Hún lést á ferðalagi í Portúgal. Ragnheiður var ættuð úr Hafnarfirði. 

Siggeir (Geiri) Ingólfsson 69 ára. Geiri var Eybekkingum að góðu kunnur fyrir margskonar félagsstörf. Einn af stofnendum Skógræktarfélags Eyrarbakka, Staðarhaldari á Stað og margt fleira tók hann sér fyrir hendur í þágu þorpsins. Geiri var ættaður frá Seli á Stokkseyri. Hann lést á heilbrigðisstofnun Vesturlands, enn hann var þá fluttur vestur. Geiri hafði lengi glímt við krabbamein. Hann var giftur Regínu Guðjónsdóttir fra Steinsbæ sem lést á sjúkrahúsi Selfossi 2014.

þriðjudagur, 18. apríl 2023

Uppsagnir hjá Sveitarfélaginu Árborg

 


Í dag var 57 starfsmönnum sagt upp störfum hjá Sveitarfélaginu Árborg vegna fjárhagsvanda sem sveitarfélagið hefur ratað í vegna mikillar fjölgunar íbúa og uppbyggingu innviða á síðustu árum. Skuldir sveitarfélagsins eru miklar og uppsagnirnar einn liður í þeirri viðleitni að rétta við fjárhaginn, ásamt sölu eigna og lóða.

miðvikudagur, 12. apríl 2023

Sveitarfélagið Árborg í fjárhagsvanda


Sveitarfélagið Árborg skuldar 28 miljarða í kjölfar fordæmalausrar fjölgunar íbúa á undanförnum árum og uppbyggingu innviða sem því fylgir. Þetta kom fram í fréttum RUV í gær. Boðað hefur verið til íbúafundar í dag vegna stöðunar sem komin er upp hjá Sveitarfélaginu. Búist er við miklum hagræðingaraðgerðum á næstu misserum.