Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

þriðjudagur, 31. desember 1985

Eyrbekkingar kvaddir 1985

Sigurmundur Guðjónsson (Simmi) í Einarshöfn.
Sæmundur Þorláksson (Sæmi) bóndi á Sandi.

þriðjudagur, 24. desember 1985

Umfjöllun um byggðir í vomum

 Eyrarbakki og Stokkseyri hafa enaþá á sér svipmót frá fyrstu áratugum aldarinnar, þegar bárujárnið varð alls ráðandi.

Lesbók Morgunblaðsins - 24. desember 1985

sunnudagur, 1. desember 1985

Samtök um dvalarheimili

Fimmtudaginn 14. nóvember var stofnað nýtt félag á Eyrarbakka. Félagið hlaut nafnið Samtök áhugamanna um dvalarheimili á Eyrarbakka. Stofnfundur félagsins var með fjöl- mennustu almennu fundum sem hér hafa verið haldnir um árabil. Yfir fimmtíu manns komu á fundinn og gerðust fimmtíu fundarmanna stofnfélagar samtakanna.

Fréttamolinn : óháð fréttablað - 1985

laugardagur, 2. nóvember 1985

Brjáluð vinna í síld

 Þessa dagana er unnið á tveimur 12 tíma vöktum við síldarsöltun í Frystihúsinu. Síldin er flökuð hér og söltuð fyrir Svíþjóðarmarkað.

Mogginn

föstudagur, 19. júlí 1985

HEIMILISHJÁLP STENDUR TIL BOÐA

 1985 

Það er nokkuð stór hópur eldri borgara á Eyrarbakka. Heimilishjálp hefur staðið til boða í um það bil tíu ár, og margir hafa hagnýtt sér hana. Það hefur orðið til þess, að eldri Eyrbekkingar hafa lengur getað dvalizt á heimilum sínum heldur en ella hefði verið.

miðvikudagur, 1. maí 1985

Bjarni Herjólfsson boðinn upp.

 Eyrarbakkahreppur stofnaði ásamt Selfosshreppi, Stokkseyrarhreppi og einstaklingum í þessum sveitarfélögum útgerðarfélagið Árborg hf. 1977 til þess að annast útgerð togarans Bjarna Herjólfssonar, sem þá var keyptur til landsins.

Togarinn var seldur fyrir slikk á uppboði í lok síðasta árs.

föstudagur, 19. apríl 1985

Alpan ný verksmiðja á Eyrarbakka

 Iðnaðarráðherra Sverrir Hermannsson heimsótti í dag ásamt þingmönnum Suðurlands, verksmiðjuhús Alpan á Eyrarbakka, en ráðherrann ásamt þingmönnum var að kynna sér stöðu mála hjá Alpan og horfur, en ráðgert er að hefja framleiðslu á álpönnum og pottum fyrir árslok. Verksmiðjan var keypt frá Danmörku. 

laugardagur, 23. febrúar 1985

Eyrarbakki vatnslaus

 SKIPTA átti um djúpvatnsdæluhjá Vatnsveitu Eyrarbakka sl. laugardag. Átti að taka dæluna upp til endurnýjunar og setja aðra nýviðgerða í staðinn. En svo fór, að sú nýviðgerða bilaði eftir örstutta stund og þegar sú sem upp hafði verið tekin úr holunni var sett niður reyndist hún einnig biluð.

Í Mogganum