miðvikudagur, 8. desember 2021
Gufubaðið fær andlitslyftingu
þriðjudagur, 7. desember 2021
Íbúar kynda upp með rafmagnsblásurum
Enn einu sinni hefur stofnlögn Selfossveitna sem þjónar íbúunum við ströndina rofnað og enn einu sinni gerist það um miðjan vetur þegar síst skildi skorta heita vatnið. Undan farin ár hefur þetta síendurtekið komið fyrir á versta tíma fyrir íbúa strandþorpanna.
Leiðslan sem lögð var fyrir 40 árum er orðin afskaplega lúin og marg bætt. Það er á ábyrgð pólitískt kjörna fulltrúa að fara í það lítilræði að endurnýja lögnina í heild sinni. Það ætti varla að standa í þeim sem hafa staðið í stórræðum framkvæmdum í efri byggðum sveitarfélagsins á þessu kjörtímabili, svo hér hlýtur einungis að skorta viljan fyrir verkið.
Heitavatnslaust við ströndina
þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Jólagarður á Eyrarbakka
Jólatréð á Bakkanum lýsir upp skammdegið
mánudagur, 8. nóvember 2021
Jólaundirbúningurinn á Bakkanum
Frá: Óðinn Kalevi Andersen <odinn@arborg.is>
Date: mán., 8. nóv. 2021, 3:44 e.h.
Subject: Jólaundirbúningurinn á Bakkanum
To: brimgardur@gmail.com <brimgardur@gmail.com>
fimmtudagur, 4. nóvember 2021
Bruni við skátaheimilið Glaðheima
Frá: Óðinn Kalevi Andersen <odinn@arborg.is>
Date: fim., 4. nóv. 2021, 21:28
Subject: Glađheimar
To: brimgardur@gmail.com <brimgardur@gmail.com>
þriðjudagur, 2. nóvember 2021
Viðaldskostnaður fer vaxandi
miðvikudagur, 27. október 2021
Hin fornu fiskimið á Eyrarbakka
Skiltið sem sýnir nöfn skerja og fiskimiða |
Skamt frá Gónhól stendur þetta skilti sem lætur lítið yfir sér en geymir eitt af leyndardómum þorpsins. Nöfn skerja, lóna og fiskimiða Eyrbekkinga. Nöfn sem flestum eru gleymd í ólgusjó nútímans, jafnvel þeirra sem ólust upp í fjöruborðinu. Það er því ekki úr vegi að rifja það upp þegar gengið er sjógarðinn fram hjá Gónhól. Vigfús Markússon frá Ásgarði lét útbúa skiltið og setti niður framan við Garðshorn.
þriðjudagur, 26. október 2021
Eyrabakkakirkja í nýjum klæðum
Eyrabakkakirkja var byggð árið 1890 og síðan þá hefur af og til verið gerðar á henni endurbætur. Upphaflega var hún timburklædd. Á fimmtugustu ártíð síðustu aldar bar hún bárujárnsklæðningu og síðan aftur timburklædd á sjötugustu ártíð síðustu aldar og ekki alls fyrir löngu fékk hún bárujárn á nýjan leik. Einnig eru komnar nýjar klukkur á báðar turnhliðar.
Skrúðhús var byggt 1962 og árið 1990 var kirkjan friður.
mánudagur, 25. október 2021
Búðarstígur 10b í upprunalegt horf
Um þessar mundir er verið að gera upp Búðarstíg 10 b á Eyrarbakka og er húsið óðum að taka á sig upprunalega mynd. Í þessu húsi bjó lengst af Jón Valgeir Ólafsson og fjölskylda. Húsið var mikið breytt um miðja síðustu öld en hafði drabbast mjög niður á umliðnum árum.
Húsið í sínum rétta búningi er til mikils sóma og göumyndinni til mikillar príði.Búðarstígur 10b fyrir miðri mynd, byggt árið 1908 |
föstudagur, 15. október 2021
Miðbærinn á Selfossi fullur af fólki
Það er föstudagskvöld og nýi miðbærinn fyllist af fólki í leit að matsölustöðum hvar sem borðpláss kann að vera í boði. Barist er um bílastæði í grenndinni sem anna hvergi fjölda fólks í leitinni að góðum matarbita og umferðaröngþveiti skapast.
fimmtudagur, 14. október 2021
Leyndardómsfull bygging að rísa
Ekki hefur vitnast hvað mun verða í þessari byggingu sem rís hratt á á bílaplani gömlu kaupfélagssmiðjanna á Selfossi. Jón Árni eigandi lóðarinnar hefur ekki viljað upplýsa um leyndardóminn að sögn heimamanna. Það hefur verið umræðuhópum á feacebók mikið kappsmál að upplýsist um leyndarmálið.
Stekkjaskóli rís í Suðurbyggð
Nýtt skólahús rís |
Fyrsti áfangi hins nýja barnaskóla á Selfossi rís ört í Suðurbyggð sem einnig er í uppbyggingu um þessar mundir. Búið er að steypa upp kjallara og fyrstu hæð skólans. Framkvæmdum á að ljúka í ágúst 2022. Það er Ístak sem byggir. Þá er líklegt að þegar verði hafist handa við annan áfanga. Íbúafjölgun er mikil
Útistofur við Stekkjaskóla |
á Selfossi þar sem mörg hverfi hafa risið á fáum árum umhverfis gamla Selfoss þorpsins. Íbúafjölgun er nú um 10% á ári.
Nú bíða um 200 börn eftir að komast í skólann en þau eru nú í bráðabrigða kennsluúræði víða í bænum. Bráðabrigða útistofur sem áttu að taka við þessum hópi þetta skólaár og áttu að vera tilbúnar í ágúst sl á skólalóðinni en afhending þeirra hefur dregist fram úr öllu hófi og verða líklega ekki að fullu tilbúnar fyrr en í lok nóvember nk. Það er Snorri ehf sem byggir.
miðvikudagur, 13. október 2021
Framkvæmdir við Barnaskólann á Stokkseyri
sunnudagur, 3. október 2021
Fornleifaupgröftur á Vesturbúðarhól
Horft austur yfir Vesturbúðastekkinn
![]() |
Leifar elsta verslunarhússins koma í ljós. |
Í sumar hefur verið unnið að uppgreftri á Vesturbúðarhól þar sem hinar svo kölluðu Vesturbúðir stóðu framundir 1950 þegar Egill kaupfélagsstjóri á Selfossi lét rífa þær og hylja.
fimmtudagur, 30. september 2021
Ný Íþróttahöll senn tekin í notkun
![]() |
Iðnaðarmenn að störfum |
Það sem kann að varpa skugga á þessi tímamót er hin illræmda útilokunarmenning sem tröllríður íþróttaheiminum um þessar mundir og ekki síst íslenska lansliðinu í knattspyrnu.
laugardagur, 11. september 2021
Gođheimar, nýr leikskóli tekur til starfa í Árborg.
Nýr 6 deilda leikskóli var nýveriđ tekin í notkun á Selfossi sem hefur hlotiđ nafniđ Gođheimar. Fyrsta skófluxtungan var tekin 19. Desember 2019 og hefur verkiđ gengiđ ađ óskum. Byggingafélagiđ Eykt sá um verklegar framkvæmdir. Leikskólastjóri er Sigríđur Birna Birgisdóttir, en hún er sem kunnugt er fædd og uppalin á Bakkanum.
Loftgæđi í Árborg
Hægt er ađ sjá mæliniđurstöđur í rauntíma á www.loftgaedi.is
Banaslys á Eyrarbakka
Mađur lést þegar hann varđ udir steyptum vegg sem veriđ var ađ saga niđur á húsi viđ Búđarstíg þann 24. águst sl. Unniđ var ađ færa húsiđ í upprunanlegt horf og fjarlægja steptan gafl sem féll niđur í heilu lagi og ofan á mann sem vann viđ verkiđ. Hann hét Sigurđur Magnússon fæddur áriđ 1955 og búsettur á Selfossi. Hann lætur eftir sig eginkonu og fjögur börn.
![]() |
Búðarstígur |
miðvikudagur, 1. september 2021
föstudagur, 30. júlí 2021
Tjaldstæðið á Stokkseyri
Skjólveggur hefur verið settur upp við aðstöðuhúsin á tjaldsvæðinu sem er til mikilla bóta fyrir tjaldgesti. Sumarið var óvenju vindasamt og sólarlítið en vonandi verður það bara betra næst.
fimmtudagur, 22. júlí 2021
Nýtt reiðhjólastæði í byggingu við Sunnulækjarskóla
PK Gröfuþjónustan við undirbyggingu nýja reiðhjólastæðisins við Sunnulækjarskóla sem mun rúma 80 hjól ásamt gróðurbeðum.
mánudagur, 19. júlí 2021
Endurbætur í leikskólanum Brimveri
Endurbætur eru hafnar við leikskólann Brimver á Eyrarbakka. Til stendur að bæta starfsmanna og salernisaðstöðu með nýrri viðbyggingu sem gert er ráð fyrir að verði tilbúin sumarið 2022.
sunnudagur, 9. maí 2021
Eyrarbakkaljósmyndir Sigurðar kaupmanns
Fjaran á náttúruminjaskrá
Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða, fugla og sela. Það er að hluta innan tillögusvæðisins Ölfusforir-Ölfusárós, sem tilnefnt er vegna vistgerða á landi.
https://www.ni.is/greinar/su-stokkseyri-eyrarbakki
Nýtt hjúkrunarheimili byggt í Árborg
Hjúkrunarheimilið mun rísa við hlið Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, nærri bökkum Ölfusár. Byggingin verður rúmlega 4.000 fermetrar, hringlaga á tveimur hæðum með stórum og skjólgóðum garði í miðjunni.
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/25/Bygging-60-ryma-hjukrunarheimilis-i-Arborg-hafin/
Stekkjaskóli skal hann heita
Fyrir nokkru síðan var haldin nafnasamkeppni um nýjan grunnskóla sem opnaður verður í haust á Selfossi. Alls bárust 33 tillögur og voru tveir sem áttu vinningstillöguna
https://www.sunnlenska.is/frettir/vidurkenning-fyrir-nafn-a-nyjum-grunnskola/
Sjóminjasafnið og Farsæll
Það mun hafa verið árið 1962 þegar Sigurður Guðjónsson á Litlu-Háeyri byrjaði að sinna safnamálum á Eyrarbakka við litla hrifningu hreppsnefndarmanna.
Fjörustígur
Byggðasafnið í Alpanhúsið
Í vor flutti Byggðasafn Árnesinga innri aðstöðu sína úr Hafnarbrú 3 á Eyrarbakka í Búðarstíg 22, sem er að jafnaði nefnt Alpan-húsið á Eyrarbakka.
https://www.bbl.is/frettir/byggdasafn-arnesinga-flytur-i-nytt-husnaedi
Sæbýli - grænt bókhald
Sæbýli ehf hefur leyfi fyrir land- og kvíaeldi, allt að 200 tonnum við Eyrarbakka.
https://ust.is/atvinnulif/mengandi-starfsemi/starfsleyfi/eldi-sjavar-og-ferskvatnslifvera/saebyli-ehf.-eyrarbakka/
Eyri varðveitt
Eldsmiður á Eyrarbakka
Birkir hefur nýlega komið sér upp dálítilli eldsmiðju við Mundakot og þar knýr hann afl sinn.....
https://www.kirkjan.is/frettir/frett/2021/04/14/Eldsmidur-a-Eyrarbakka/
Skólabörn í sóttkví
Öll börn í fyrsta til sjötta bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri var skipað í sóttkví frá og með sunnudeginum 25. apríl til og með 27. apríl eftir að nemandi við skólann greindist með COVID-19
RUV greindi frá.