laugardagur, 8. ágúst 2015

Fiskidagurinn á Eyrarbakka

  Það var brugðið á leik við félagsheimilið Stað á Aldamótahátíðinni á Bakkanum um helgina. Framkvæmd var sýniútgáfa af saltfiskverkun. Flatningsmennirnir eru þeir félagar Björn Ingi Bjarnason og Siggeir Ingólfsson. Upprennandi útvegsmenn fylgjast spennt með.

laugardagur, 20. júní 2015

Fjörugt á Jónsmessuhátíð

 

Hin árlega Jónsmessuhátið fór fram um helgina í rjómablíðu eins og endranær og lauk með tónleikum í fjörunni þar sem Bakkabandið hélt uppi fjörinu fram að sólsetursstund.
Í tilefni dagsins voru brimflöggin dregin að hún. Endursmíðað box fyrir björgunarhringinn í upprunalega mynd var komið fyrir á sínum stað.

sunnudagur, 7. júní 2015

Sjómannadagurinn á Eyrarbakka

 

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Eyrarbakka samkvæmt gamalli hefð og farið í stutta siglingu með börnin á hraðbátum björgunarsveitarinnar.

þriðjudagur, 2. júní 2015

Eyrarbakki árið 1973

 

Gömul loftmynd af Eyrarbakka, líklega frá því um 1973. Þorpið hefur nokkuð vaxið síðan.