Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

þriðjudagur, 30. nóvember 2021

Jólagarður á Eyrarbakka

Nú eru bæjarstarfsmenn að undirbúa jólagarðinn sem verður við Húsið um þessi jól. Þar gefst Sunnlensku handverksfólki tækifæri til að kynna og selja vörur sínar. Það fer vel á því að sölubásar jólanna séu við hlið hinna merku kaupmannshúsa þar sem jólatréð var í fyrsta sinn í stofu sett hér á landi.

Jólatréð á Bakkanum lýsir upp skammdegið

Nú er orðið jólalegt á Bakkanum eftir snjókoma síðustu nótt og jólaljósin njóta sín til fulls. Íbúar hafa verið duglegir að hengja upp jólaseríur á húsin sín undanfarna daga svo þorpið er allt uppljómað í alskonar jólaljósum. Víst er að jólunum verður vel fagnað hér við ströndina.

mánudagur, 8. nóvember 2021

Jólaundirbúningurinn á Bakkanum

Bæjarstarfsmenn í óðaönn að setja upp jólaskreytingar við ströndina. 

---------- Forwarded message ---------
Frá: Óðinn Kalevi Andersen <odinn@arborg.is>
Date: mán., 8. nóv. 2021, 3:44 e.h.
Subject: Jólaundirbúningurinn á Bakkanum
To: brimgardur@gmail.com <brimgardur@gmail.com>


fimmtudagur, 4. nóvember 2021

Bruni við skátaheimilið Glaðheima

Sorpgeymsluskúr brann við Glaðheima að morgni sunnudags um liðna helgi. Líklegt er talið að um íkveikju væri að ræða. Áfast við sorpgeymsluna var skúr sem hafði að geyma ýmsan búnað frá skátunum á Selfossi en eldurinn náði ekki þangað inn. Brunavarnir Árnessýslu réðu niðurlögum eldsins. Eldsupptök eru í rannsókn hjá lögreglu. 


---------- Forwarded message ---------
Frá: Óðinn Kalevi Andersen <odinn@arborg.is>
Date: fim., 4. nóv. 2021, 21:28
Subject: Glađheimar
To: brimgardur@gmail.com <brimgardur@gmail.com>


þriðjudagur, 2. nóvember 2021

Viðaldskostnaður fer vaxandi

 
Kostnaður við viðhald húsa er að aukast hröðum skrefum um þessar mundir og á heimsfaraldurinn stóran þátt í því. Olíuverð er á hraðri uppleið og eykur fluttnings og vinnslukostnað á hráefni til framleiðslu á byggingaefni. Þá er viðvarandi skortur og langur afgreiðslutími á aðföngum til byggingaiðnaðarins. Einig er sementskortur í landinu svo erfitt er að verða sér út um steypu. Erfiðleikar á fluttningsmarkaði í Evrópu og Ameríku eykur enn á vandann. Timbur hefur einnig hækkað mikið sökum mikilla skógarelda víða um heim og verndunar skóga til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Þrátt fyrir þetta eru næg verkefni fyrir iðnaðarmenn á svæðinu sem hefur verið í hraðri uppbyggingu á íbúðum og innviðum að undanförnu.