Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

fimmtudagur, 29. febrúar 2024

Worldclass stækkar

Uppsteypa kominn vel á veg á nýrri viðbyggingu við húsnæði Worldclass og Sundhallar Selfoss. Bílastæðum fækkar.

mánudagur, 26. febrúar 2024

Lagfæring á sundlaug Stokkseyrar

 

Byrjað er að lagfæra sundlaug Stokkseyrar. 

Búið er að grafa frá lögnum og nú tekur við hreinsun á gamla stálinu áður en lagnir verða endurnýjaða og nýtt stál klætt utan á byrðinginn og að lokum nýr dúkur.

Áætlað er að framkvæmdum ljúki eftir miðjan júní nk.

sunnudagur, 25. febrúar 2024

Jónsmessuhátíðin 2024

 

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka verður haldinn 21-23 júní næstkomandi. Það er ungmennafélagið sem heldur hátíðina í ár. 

þriðjudagur, 20. febrúar 2024

Brim á Bakkanum

 Það var töluvert brim á Bakkanum í dag og skúraskýin dormuðu úti fyrir ströndinni.


Veðurspáin gerir ráð fyrir bjartviðri um helgina og kólnandi, en hlýnar aftur í næstu viku með rigningu.

Brim á Bakkanum 


sunnudagur, 18. febrúar 2024

Ljósleysið plagarMikið vantar uppá að gatna og gangbrautarlýsingu sé viðhaldið eins og góðu hófi gegnir. Á Eyrarbakka eru víða sprungnar perur á ljósastaurum og hefur svo verið í allann vetur með tilheyrandi hættu á alvarlegum slysum, sérstaklega þar sem gangbrautir eru suma hverjar hulin myrkri.

Það er sveitarfélagið Árborg sem ber ábyrgð á lýsingu gatna í þorpinu.

þriðjudagur, 13. febrúar 2024

Þegar lífið var saltfiskur

Saltfiskverkun var i fullum gangi í Frystihúsinu, næsta húsi inn af humarvinnslunni sumarið 1977

Dagblaðið spjallaði við

Stelpurnar sem ætluðu til Akureyrar að ná í stráka.  

Einnig er mynd af:
 Aðalheiði Sigfúsdóttur, Astu Halldórsdóttur og Ástu Erlendsdóttur þar sem þær voru að umstafla saltfiski

https://timarit.is/page/3070447?iabr=on#page/n8/search/Eyrarbakka%20/inflections/true


mánudagur, 12. febrúar 2024

Set til Sölu

 Fyrirtækið Set ehf á Selfossi, sem sérhæfir sig í fjölbreyttri starfsemi á lagnasviði, hefur verið sett í söluferli. 

Nánar á Sunnlenska.is 

sunnudagur, 11. febrúar 2024

Hlýnandi veður framundan

 Í dag kom sólin upp kl.09:33 og vaxandi máni á himni. Gott veður er á Árborgar svæðinu og hitastigið að nálgast 1° C  /8 me/sek og léttskýjað. 

Heldur hlýrra veður þegar líður á vikuna og ætti það að hjálpa Suðurnesjamönnum sem hafa þurft að hýrast í hálfköldum húsum sínum undanfarna daga eftir að glóandi hraunið tók í sundur einu hitaveituæðina sem þjónaði öllu byggðarlaginu.


Spáin fyrir Eyrarbakka
Sun 11/2  🌤 Léttskýjað 0°/-2°
Man 12/2 ☁️ Skýjað 3°/1°
Þri 13/2   ⛅️ Hálfskýjað 1°/-8°
Mið 14/2  🌥 Að mestu Skýjað -2°/-3°
Fim 15/2  ☁️ Skýjað  2°/-3°
Fös 16/2  ☁️ Skýjað 2°/1°
Lug 17/2  🌧 Rigning 5°/2°
Sun 18/2  🌨 Slydda 5°/2°
Man 19/2 ☁️ Skýjað  6°/2°
Þri 20/2   🌥 Að mestu Skýjað 5°/0°

mánudagur, 5. febrúar 2024

Heitavatnskortur í Árborg

 Í kuldatíðinni er farið að bera á heitavatnsskorti hjá Selfossveitum og íbúar hvattir til að fara sparlega með vatnið. Útisundlaug verður lokað tímabundið á meðan ástandið er krítiskt. 


sunnudagur, 4. febrúar 2024

Mun vatnið finnast?

Selfossveitur:
Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða keppast nú við að finna heitt vatn við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss. 

Litlahraun óboðlegt

Stærsta fangelsi landsins er óboðlegt — segja stjórnendur, fangar og opinberir eftirlitsaðilar. Stór hluti fanga lendir ítrekað í fangelsi og margir þeirra kvarta undan skorti á endurhæfingu. Um helmingur fanga situr inni vegna fíkniefnabrota, en refsivistin skilar ekki alltaf tilsettum árangri.

föstudagur, 2. febrúar 2024

Sjávarflóð við suðurströndina

 Dálítið er til af heimildum um sjávarflóð á Eyrarbakka í ýmsum annálum.

 1. 1316  Flæddi inn í allar fremri búðir á Eyrum - Gottskálksannáll
 2. 1343  Flæddi upp um allar búðir á Eyrum og skip ásamt mannskap fórust. - Skálholtsannáll.
 3. 1403  Flóð Eyrarbakka-Setbergsannáll.
 4. 1410  Flóð Sunnanlands-Setbergsannáll.
 5. 1540  Flóð Syðra - Setbergsannáll.
 6. 1621  Flóð Sunnan og suðvestan-Suðurnesjaannáll.
 7. 1630  Flóð suðvestanlands -Sjávarborgarannáll
 8. 1644  Flóð Vestur- og Suðvesturland Suðurnes, Sjávargangur, flóð og fyllingar. Tjón á
  skipum, sjóbúðum, túnum, hjöllum og
  húsum.-Setbergsannáll.
 9. 1695 Flóð Syðra. Flæður. Tún, jarðir og skip spilltust.-Grímsstaðaannáll
 10. 1706  Flóð Suðurland, Mikill stormur, mörg skip brotnuðu bæði norðan lands og sunnan. Einnig brotnuðu kirkjur fyrir norðan og hús og skaði varð á heyi.- Fitjaannáll.
 11. 1733  Flóð Suðurland, Skipbrot af veðri og sjógangi- Hítardalsannáll
 12. 1746 Flóð Suðurland, - Íslands árbók
 13. 1766  Flóð Syðra, Stórviðri og sjávargangur. Sjórinn gekk 10 föðmum lengra á land en elstu menn mundu - Íslands árbók
 14. 1772  Flóð Suðurland, Sjóarólga og brimgangur, sjávaryfirgangur í mesta lagi. Braut víða fjörur og kamba, fjöldi skipa brotnaði víða um land. - Íslands árbók.
 15. 1779  Öskudagsflóðið Stokkseyri, Stórflóð á Eyrarbakka. Stóra-Hraun varð umflotið og fiskur fannst í kálgarði ofan við húsið. Margar jarðir skemmdust. Skipskaðar. - Árbækur Espólíns.
 16. 1784 Eyrarbakki Sjógangur og flóð. Landbrot.- Saga Eyrarbakka. 
 17. 1787 Eyrarbakki Flóð. Flaut umhverfis búðirnar. Landbrot.- Saga Eyrarbakka. 
 18. 1795  Suðurland Stórflóð og sjávargangur. Hey sópuðust burt og skip skemmdust og brotnuðu. - Árbækur Espólíns.
 19. 1796 Suðurland Hafrót með brimi, sjávarágangur og stórfljóð. Jarðir skemmdust og fjölda skipa tók út og mörg mölbrotnuðu. - Espihólsannáll
 20. 1814  Syðra Ofsarok og sjávargangur. Skaði á húsum og skipum.- Endurminningar Gyðu Thoroddssen.
 21. 1830 Þorramrælsflóðið Eyrarbakka og Stokkseyri, Landbrot á bökkum framan við kambinn.- Stokkseyringasaga.
 22. 1832 Stokkseyri og Eyrarbakka Flóð, flæddi í hús- Austantórur.
 23. 1838 Flóð Syðra Sjór gekk á land, braut skip og báta o.fl. - Annáll 19. alda
 24. 1865 í Flóanum, Flóð. Braut sjógarð og fiskiskip.Sjór gekk á land syðra á næturtíma. Braut skip og báta og gerði fleiri spellvirki.  Saga Eyrarbakka.
 25.  1867 Suðvesturland Ógurlegt sjávarflóð. Skip, hjallar, tún,  garðar og hús skemmdust- Suðurnesjannáll.
 26. 1870 Eyrarbakka Ofsaveður með flóði. Skemmdir í þorpinu og í rófnagarði Þorleifs á Háeyri.- Saga Eyrarbakka. 
 27. 1888  Mikið flóð suðvestanlands. Sjór gekk á tún, skemmdi þau og braut garða. Bátar brotnuðu, hús og skip skemmdust. Sjórinn tók fjárrétt fulla af fé og sópaði burt torfhúsi, bryggjur brotnuðu og hús færðist á grunni sínum. Líkt við stórflóðið 1867 - Suðurnesjaannáll.
 28. 1889 Sjór gekk yfir sjógarðinn á Eyrarbakka og skemmdi hann nokkuð. - Saga Eyrarbakka. 
 29. 1898  Eyrarbakka.  Ofsaveður. Flæddi yfir sjógarðinn á Eyrarbakka og í hús. Braut skip. Flæddi um götur Reykjavíkur, skaðaði bryggjur og skip.
 30. 1900 Eyrarbakki Rok og flóð. Löðrið gekk yfir sjógarðinn. Sleit upp báta á höfninni og braut. - Saga Eyrarbakka 
 31. 1903 Sunnanlands Skemmdir á bæjarhúsum og túnum í Herdísarvík. - óþekktur. 
 32. 1906 Suðuland, Ofviðri mikið um land allt. Sjór flæddi inn í Ölfusá og olli usla langt upp með ánni.
 33. 1913 Eyrarbakka og Stokkseyri, Ofsaveður og flóð. Braut víða skörð í sjóvarnargarðinn við Eyrarbakka og Stokkseyri. - Saga Eyrarbakka 
 34. 1916 Lognflóðið Eyrarbakka og Stokkseyri og Vík, Mikið brim, sjógarður brotnaði og tvö skip. Í Vík gekk sjór á land. - Saga Eyrarbakka.
 35. 1921 Stokkseyri, Bátar brotnuðu í útsynningsveðri og brimi. - Óþekktur 
 36. 1925 Eyrarbakka, Stokkseyri og Grindavík, Ofviðri og flóð. Braut sjógarða og skip. Sjór gekk hátt á land, eyðilagði hús, flæddi í fleiri og skaðaði jarðir. - Saga Eyrarbakka. 
 37. 1926 Eyrarbakka og Stokkseyri, Stórstreymt og mikið brim. 9 bátar náðu ekki höfn á Stokkseyri og Eyrarbakka. - Veðráttan /Suðvestanlands Stórflóð. Sjógarður brotnaði, flóðbylgja gekk á land, fé flæddi. - óþekktur. 
 38. 1932 Flóðbylgja gekk á land, tjón á túnum og kjallara - Veðráttan 
 39. 1936 Suðurland og víðar, Ofsaveður. Bryggjur, sjóvarnargarður, götur, bátar, hey, hús og önnur mannvirki skemmdust. Sums staðar flæddi langt upp á land.
 40. 1954 Þorlákshöfn Stórbrim skemmdi báta,  - Óþekktur Margs konar skemmdir á bátum, húsum og öðrum mannvirkjum. Sjór fór yfir brimvarnargarða og flæddi í kjallara. - óþekktur 
 41. 1963 Grindavík, Þorlákshöfn, Vík, Mikið sjávarflóð. Tjón á hafnarmannvirkjum, frystihúsi, fiskimjölsverksmiðju, vörugeymslum - Veðráttan. 
 42. 1970 Suðvesturland, Rok og sjávargangur. Skemmdir á bátum, höfnum, hafnargarði, húsum, vélum, matvælum, varnargörðum og túnum. Kindur og hænsni drukknuðu. Landbrot, rafmagnstruflanir. Sjór gekk langt á land.- Veðráttan 
 43. 1971 Grindavík og Stokkseyri, Mjög há sjávarstaða. Timbri skolaði í sjó og það hrundi úr hafnargarði sem var í byggingu. - Veðráttan 
 44. 1972 Suðvesturland, Grjót barst á land, bátar slitnuðu upp og fiskihús brotnaði. - Veðráttan. 
 45. 1973 Þorlákshöfn, Faxaflói, Bátar fórust. Óþekktur Grindavík Háflóð og hvassviðri. Bryggjur fóru á kaf.- Trausti Jónsson. 
 46. 1975  Suðvesturland  Eyrarbakka, Fárviðri Mikið tjón af sjávarflóði á Suðvesturlandi, mesta flóð síðan 1925. Sjóvarnargarðar, bátar og bryggjur skemmdust. - veðurskeytabók veðurathugunarmanns á Eyrarbakka. (Mikið foktjón á mannvirkjum og raflínum á EB)
 47. 1977 Suðurland Eyrarbakka, Stokkseyri Mikið sjávarflóð. Kjallarar fylltust af sjó, sjórinn braut einnig vegg eins húss og flæddi þar inn. Tjón varð einnig á bátum, túnum og girðingum. - Veðráttan ofl.
 48. 1984  Suðvesturland, Mikið tjón á mannvirkjum og bátum. Flæddi upp á land og í einhver hús. Landbrot. - Veðráttan. 
 49. 1985 Stokkseyri, Flotkví skemmdis. - Trausti Jónsson 
 50. 1990 Stórmflóðið Suðvesturland, skvinnsluhús og veiðarfærageymsla,
  íbúðarhús, vélar, áhöld, bryggjur, vegir,
  varnargarður og fjárhús skemmdust.
  Kindur og hross fórust. - Veðráttan (Mikið tjón var á Eyrarbakka í þessu veðri)

Heimldir: Veðurstofa Íslands skýrsla GEJ

Sunnanpósturinn

Sunnanpósturinn var mánaðarrit sem kom út 1835, 1836 og 1838. Það var prentað í Viðeyjarprentsmiðju árið 1835-36. Í ritinu voru fréttir, tilkynningar, greinar, frásagnir og kvæði. Í fyrstu var Þórður Sveinbjörnsson ritstjóri en síðar séra Árni Helgason.

Þórður var skipaður sýslumaður í Árnessýslu 1822. Árni var biskup í Skálholti 1304-1320.

1. Tölublað Sunnanpóstsins:

https://timarit.is/page/2013208#page/n0/mode/2up 

Veðurathuganir á Eyrarbakka

 Eyrarbakki - veðurstöð - upplýsingar

Nafn Eyrarbakki

Tegund Sjálfvirk veðurathugunarstöð

Stöðvanúmer 1395

WMO-númer 4038

Skammstöfun eyrar

Spásvæði Suðurland(su)

Staðsetning 63°52.152', 21°09.611' (63,8692, 21,1602)

Hæð yfir sjó 3.0 m.y.s.

Upphaf veðurathuguna 2005

Eigandi stöðvar Veðurstofa Íslands

Á Eyrarbakka hófust mælingar árið 1880, en úrkomumælingar lágu niðri á árunum 1911 til 1923. Upphaflega voru veðurathuganir einkaframtak á vegum Peter Níelsen í Húsinu og fleyri góðra manna. Árið 2013 lauk starfsemi mannaðar veðurstöðvar. Síðasti veðurathugunarmaðurinn var Emil Hólm Frímannsson fyrrum sjómaður á Eyrarbakka.