Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

föstudagur, 31. desember 1976

Eyrbekkingar kvaddir 1976

Ágúst Ólafsson 26 ára sjómaður fórst með mb. Hafrún. 
Ásdís Bergþórsdóttir á Vatnsleysuströnd.
Emerentina Guðlaug Eiríksdóttir á Blómsturvöllum.
Finnbogi Guðmundsson húsgagnasmiður á Akranesi. 
Gísli Ragnar Gíslason varðstjóri á Austurvelli. 
Guðlaug Brynjólfsdóttir i Reykjavík. 
Guðmundur E Sigursteinsson sjómaður 18 ára. Fórst með mb. Hafrún.
Guðni Ólafsson Apotekari í Reykjavík. 
Guðný Guðbjörg Bergþórsdóttir á Grímsstöðum.
Haraldur Jónsson sjómaður á Ingólfi 20 ára. Fórst með mb. Hafrún.
Ingibjörg Guðlaugsdóttir sjómaður 38 ára. Fórst með mb. Hafrún.
Jakop Zophoniasson sjómaður 45 ára. Fórst með mb Hafrún.
Júlíus Rafn Stefánsson sjómaður 21 árs. Fórst með mb Hafrún.
Karl Valdimar Eiðsson skipstjóri á Haeyrarvöllum 32 ára. Fórst með mb. Hafrún.
Þórður Þórisson sjómaður í Brennu 32 ára. Fórst með mb. Hafrún.

sunnudagur, 3. október 1976

Sjóvarnargarðar í umræðunni 1976

 "Þangað til búið verður að ganga endanlega frá viðgerð á varnargörðunum og styrkja þá eins og hægt er, verða menn hér öryggislausir," sagði Þór Hagalin, sveitarstjóri á Eyrarbakka...Vísir - 28. september 1976


fimmtudagur, 4. mars 1976

Hafrún ÁR 28 talin af

 Vélbáturinn Hafrún ÁR 28 fórst undan Reykjanesi aðfararnótt 3. Mars 1976.

Skipið sem er 73 tonna stálbátur hafði verið útbúið til loðnuveiða m.a. var stórri og þungri kraftblökk komið fyrir á gálga, bakborðsmegin á skipinu sem gæti hafa haft áhrif á ballest skipsins, en það var á leið til loðnuveiðar. Slæmt veður var á þeim slóðum þar sem slysið er talið hafa átt sér stað.

Áhöfnin á GK-268 fundu lík eins skipverja, Ingibjörgu Guðlaugsdóttir f. 1935 frá Reykjavík en hún var kokkur á bátnum. Aðrir skipverjar voru Valdimar Eiðsson skipstjóri, Ágúst Ólafsson frá Sæfelli, Þórður Þórisson frá Brennu, Júlíus Stefánsson í Nýjabæ, Haraldur Jónsson frá Búðarstíg. Guðmundur Sigursteinsson frá Blönduósi og Jakob Zophoniusson fráReykjavík. Einn skipverji Aðalsteinn Stefánsson fór ekki með í þessa ferð.

Tvö önnur systurskip Hafrúnar hafa farist sviplega: Rafnkell GK árið 1960 og Álftanes GK 1976.