Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

miðvikudagur, 29. október 1986

Alpan hf. - Aukið hlutafé

 ALPAN hf, álpönnuverksmiðjan á Eyrarbakka, mun á þessu ári framleiða um 100 þúsund steikarpönnur. 

Í álpönnuverksmiðju sem fyrirtækið á í Danmörku verða framleiddar 150 þúsund pönnur. Samanlögð framleiðsla nemur 250 tonnum af 20 gerðum steikar- panna, sem fara á markað í Evrópu.

Samþykkt að auka hlutafé úr 35 í 50 miljónir. 


Nánar: Morgunblaðið - 29. október 1986