Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

miðvikudagur, 31. desember 2003

Eyrbekkingar kvaddir 2003

Almar Guðmundsson á Háeyrarvöllum. Ungabarn.
Andrés Hannesson sjómaður í Þorlákshöfn. 
Brynjar Guðmundsson á Háeyrarvöllum. Ungabarn.
Eggert Th Guðmundsson bóndi á Háeyrarvöllum.
Eiríkur Bragason bifreiðastjóri á Selfossi. 
Hannes Þorbergsson bifreiðastjóri á Háeyrarvöllum.
Jón Valgeir Ólafsson verkstjóri á Búðarstíg.
Margrét E Ólafsdóttir á Túngötu.

miðvikudagur, 26. nóvember 2003

Öllum starfsmönnum sagt upp hjá Alpan

 Verkalýðsfélagið Báran hefur miklar áhyggjur af stöðu atvinnumála hér á Suðurlandi, ekki síst í kjölfar uppsagna allra 30 starfsmanna Alpan á Eyrarbakka, en 20 af þeim eru félagsmenn Bárunnar. "Það er mikið atvinnuleysi á svæðinu og það virðist ekki bjart fram undan en auðvitað reynum við að tryggja fólkinu einhver störf,“ segir Ragna Larsen, formaður stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi.

Fréttablaðið - 26. nóvember 2003

þriðjudagur, 17. júní 2003

Björgunarsveitin fær svifnökkva

 BJÖRGUNARSVEITIN Björg á Eyrarbakka hefur fengið afhentan nýjan svifnökkva til notkunar við björgunarstörf. Áður átti sveitin minni svifnökkva sem þeir hafa nú selt. Munurinn á þessum tækjum er sá að nýi svifnökkvinn er sérútbúinn til björgunarstarfa og getur flutt allt að fjóra menn þar af tvo á sjúkrabörur.