Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

fimmtudagur, 26. september 2019

Kvikmyndahátíðin Brim

 Umhverfismál verða í aðalhlutverki á kvikmyndahátíðinni Brim sem haldin verður á Eyrarbakka á laugardag. Hinir ýmsu staðir í byggðarlaginu verða nýttir til sýningarhalds, þar sem ekkert bíóhús er í þorpinu. 

Meðal annars tekur grunnskólinn í þorpinu þátt með því að nemendur í níunda bekk sýna stuttmynd sem þau hafa gert og fjallar um plast og hafið.

Morgunblaðið - 26. september 2019