Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

sunnudagur, 18. júní 2000

Suðurlandsskjálftinn 17. Júní

 Það var um kl. 15:40 sem stór jarðskjálfti reið yfir Suðurland. Skjálftinn var 6,5 stig og fjöldi eftirskjálfta varð vart. Upptök skjálftans voru í Holtum. Rafmagn fór af á Selfossi og GSM samband féll út. 

fimmtudagur, 1. júní 2000

Ný geymsla fyrir fornmuni

 HÉRAÐSNEFND Ámessýslu hefur boðið út byggingu geymsluhúsnæðis við Byggðasafn Árnesinga. Búið er að úthluta safninu lóð á Eyrarbakka þar sem meginhluti safnsins er til húsa. Lýður Pálsson safnvörður segir að geymslumál Byggðasafns Árnesinga hafi til margra ára verið í óviðunandi horfi.

Í MOGGANUM