Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

fimmtudagur, 29. febrúar 2024

Worldclass stækkar

Uppsteypa kominn vel á veg á nýrri viðbyggingu við húsnæði Worldclass og Sundhallar Selfoss. Bílastæðum fækkar.

mánudagur, 26. febrúar 2024

Lagfæring á sundlaug Stokkseyrar

 

Byrjað er að lagfæra sundlaug Stokkseyrar. 

Búið er að grafa frá lögnum og nú tekur við hreinsun á gamla stálinu áður en lagnir verða endurnýjaða og nýtt stál klætt utan á byrðinginn og að lokum nýr dúkur.

Áætlað er að framkvæmdum ljúki eftir miðjan júní nk.

sunnudagur, 25. febrúar 2024

Jónsmessuhátíðin 2024

 

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka verður haldinn 21-23 júní næstkomandi. Það er ungmennafélagið sem heldur hátíðina í ár. 

þriðjudagur, 20. febrúar 2024

Brim á Bakkanum

 Það var töluvert brim á Bakkanum í dag og skúraskýin dormuðu úti fyrir ströndinni.


Veðurspáin gerir ráð fyrir bjartviðri um helgina og kólnandi, en hlýnar aftur í næstu viku með rigningu.

Brim á Bakkanum 


sunnudagur, 18. febrúar 2024

Ljósleysið plagar



Mikið vantar uppá að gatna og gangbrautarlýsingu sé viðhaldið eins og góðu hófi gegnir. Á Eyrarbakka eru víða sprungnar perur á ljósastaurum og hefur svo verið í allann vetur með tilheyrandi hættu á alvarlegum slysum, sérstaklega þar sem gangbrautir eru suma hverjar hulin myrkri.

Það er sveitarfélagið Árborg sem ber ábyrgð á lýsingu gatna í þorpinu.

þriðjudagur, 13. febrúar 2024

Þegar lífið var saltfiskur

Saltfiskverkun var i fullum gangi í Frystihúsinu, næsta húsi inn af humarvinnslunni sumarið 1977

Dagblaðið spjallaði við

Stelpurnar sem ætluðu til Akureyrar að ná í stráka.  

Einnig er mynd af:
 Aðalheiði Sigfúsdóttur, Astu Halldórsdóttur og Ástu Erlendsdóttur þar sem þær voru að umstafla saltfiski

https://timarit.is/page/3070447?iabr=on#page/n8/search/Eyrarbakka%20/inflections/true


mánudagur, 12. febrúar 2024

Set til Sölu

 Fyrirtækið Set ehf á Selfossi, sem sérhæfir sig í fjölbreyttri starfsemi á lagnasviði, hefur verið sett í söluferli. 

Nánar á Sunnlenska.is