Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

mánudagur, 8. júlí 2024

Sundlaugin á Stokkseyri opnar eftir endurbætur.

Sundlaugin á Stokkseyri sem hefur verið lokuð allann síðasta vetur eftir að í ljós kom að sundlaugarskelin var ónýt af ryði hefur nú opnað eftir gagngerar endurbætur. Vinna við laugina hófst í vor þegar snjóa leysti og hafa fjölmargir iðnaðarmenn komið að málum. Hér eru starfsmenn frá Seglagerðinni Ægi að leggja lokahönd á nýjan sundlaugardúk.

Mynd: eignadeild@arborg.is 

sunnudagur, 26. maí 2024

Krían komin á Bakkann

 Fáeinar kríur voru að hreiðra um sig í kríuvarpinu í dag og er frekar sein fyrir í ár.


Krían hefur átt undir högg að sækja síðasta áratuginn vegna fæðuskorts en einnig hefur hún verið töluvert rænd yfir varptímann af vörgum, einkum tvífætlingum.

miðvikudagur, 3. apríl 2024

Römpum Ísland í Árborg

"Römmum Ísland" verður í Árborg í sumar að rampa við stofnanir sveitarfélagsins. Bætt aðgengi og öruggar flóttaleiðir eru mikilvægar þar sem fatlaðir þurfa að sækja þjónustu og eða vinnu.

þriðjudagur, 26. mars 2024

Þakviðgerðir á Bakkanum þessa dagana

Verið er að skipta um þakjárn á samkomuhúsinu Stað og leikskólanum Brimveri. Það er Nýtt þak ehf sem vinnur verkið fyrir Eignadeild Árborgar.

fimmtudagur, 29. febrúar 2024

Worldclass stækkar

Uppsteypa kominn vel á veg á nýrri viðbyggingu við húsnæði Worldclass og Sundhallar Selfoss. Bílastæðum fækkar.

mánudagur, 26. febrúar 2024

Lagfæring á sundlaug Stokkseyrar

 

Byrjað er að lagfæra sundlaug Stokkseyrar. 

Búið er að grafa frá lögnum og nú tekur við hreinsun á gamla stálinu áður en lagnir verða endurnýjaða og nýtt stál klætt utan á byrðinginn og að lokum nýr dúkur.

Áætlað er að framkvæmdum ljúki eftir miðjan júní nk.

sunnudagur, 25. febrúar 2024

Jónsmessuhátíðin 2024

 

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka verður haldinn 21-23 júní næstkomandi. Það er ungmennafélagið sem heldur hátíðina í ár.