mánudagur, 3. janúar 2022

Fánastöng féll niður á götu

Fánastöng við Konubókasafnið féll niður á götu fyrir skemmstu. Unnið er að því að útvega nýja fánastöng fyrir bókasafnið í Blátúni þar sem bókasafn Árborgar er einnig til húsa og opið á hverju fimmtudagskvöldi og er jafnan vel sótt.

Gamla Eyrarlögn aftur í sundur

Það er aðeins mánuður liðinn síðan heitavatnslögnin niður á Eyrar fór síðast sundur með þeim afleiðingum að þrýstingur féll og hús héldust illa heit. Vatnið var svo tekið af 7. desember í harða gaddi á meðan viðgerð fór fram og stóð sú viðgerð frá morgni til kvöldsins og var þá orðið mjög kalt í húsum. Samkvæmt heimildum mun viðgerð ekki hefjast að þessu sinni fyrr en kuldakastinu lýkur.

Eyrarlögn var lögð af Hitaveitu Eyra fyrir 40 árum en með sameiningu sveitarfélaganna um síðustu aldamótin tóku Selfossveitur við rekstri borholu og lagnakerfi Hitaveitu Eyra.

miðvikudagur, 8. desember 2021

Gufubaðið fær andlitslyftingu

Gufubaðið við Sundhöll Selfoss var lagfært fyrir skemmstu, nýjum glerfronti komið fyrir og allt málað að innan. Fyrir tveim árum voru sturtur endurnýjaðar og flísalagðar. 

þriðjudagur, 7. desember 2021

Íbúar kynda upp með rafmagnsblásurum

 


Enn einu sinni hefur stofnlögn Selfossveitna sem þjónar íbúunum við ströndina rofnað og enn einu sinni gerist það um miðjan vetur þegar síst skildi skorta heita vatnið. Undan farin ár hefur þetta síendurtekið komið fyrir á versta tíma fyrir íbúa strandþorpanna.


Leiðslan sem lögð var fyrir 40 árum er orðin afskaplega lúin og marg bætt. Það er á ábyrgð pólitískt kjörna fulltrúa að fara í það lítilræði að endurnýja lögnina í heild sinni. Það ætti varla að standa í þeim sem hafa staðið í stórræðum framkvæmdum í efri byggðum sveitarfélagsins á þessu kjörtímabili, svo hér hlýtur einungis að skorta viljan fyrir verkið.


Heitavatnslaust við ströndina

Stofnlögn bilaði við Eyrarveg á Selfossi í gærkvöldi og er unnið að viðgerð. Búist er við að heitt vatn komist aftur á um kl.16

þriðjudagur, 30. nóvember 2021

Jólagarður á Eyrarbakka

Nú eru bæjarstarfsmenn að undirbúa jólagarðinn sem verður við Húsið um þessi jól. Þar gefst Sunnlensku handverksfólki tækifæri til að kynna og selja vörur sínar. Það fer vel á því að sölubásar jólanna séu við hlið hinna merku kaupmannshúsa þar sem jólatréð var í fyrsta sinn í stofu sett hér á landi.

Jólatréð á Bakkanum lýsir upp skammdegið

Nú er orðið jólalegt á Bakkanum eftir snjókoma síðustu nótt og jólaljósin njóta sín til fulls. Íbúar hafa verið duglegir að hengja upp jólaseríur á húsin sín undanfarna daga svo þorpið er allt uppljómað í alskonar jólaljósum. Víst er að jólunum verður vel fagnað hér við ströndina.