miðvikudagur, 21. desember 2022

Allt á kafi í snjó á Bakkanum

Mikill snjór hefur safnast á götur þorpsins í skafrenningnum undanfarna daga. Eru sumir skafar hátt á þriðja metir. Seinlega hefur gengið að ryðja snjónum í burtu. Sveitarfélagið er nú með þrjár vélar að störfum á Eyrarbakka síðan í gær. Aðalgatan er orðin fær, en Túngata er enn að mestu ófær. 

sunnudagur, 27. nóvember 2022

Jólatréð tendrað

Kveikt var á Jólatrénu á Eyrarbakka í kvöld. Er það í 22. sinn sem jólatré er sett niður á flötina við Álfstétt. Tréð kemur frá húsagarði á Selfossi og er það gjöf frá gömlum Eyrbekking að sögn kunnugra.

miðvikudagur, 7. september 2022

Barnaskólinn fær nýjar útistofur

Unnið er hörðum höndum við fjórar nýjar útistofur fyrir Barnaskólann á Eyrarbakka sem eiga að vera tilbúnar í lok október. Eins og kunnugt er greindist mygla í aðalbyggingu Barnaskólans á Eyrarbakka og var fyrirhugað að flytja allt skólastarf til Stokksyrar, en af því varð ekki eftir kröftug mótmæli íbúa og foreldra á Eyrarbakka. Það var og vilji bæjaryfirvalda að halda skólastarfi í báðum byggðarlögum við sjávarsíðuna. 

Ljósið er að koma á Bakkann.

Ljósleiðarinn er byrjaður á framkvæmdum í þorpinu. Verið er að leggja ljósleiðarann í Háeyrarvallahverfi um þessar mundir og svo vestur eftir hverfum í hvert hús. Ljósleiðarinn hefur verið að framkvæma á Stokkseyri lungað úr sumrinu, en nú er komið að Bakkanum. 

mánudagur, 5. september 2022

Kirkjan krosslaus

Búið er að fjarlægja ljóskrossinn af kirkjuturninum, en ljósin í honum biluðu fyrir skömmu. 

Unnið að vegbótum á Bakkanum

Búið er að rífa upp ónýtt malbik á kaflanum frá Sjoppu og að Bræðraborg. Til stendur að endurnýja malbikið á þessum kafla.

sunnudagur, 4. september 2022

Huststillur eftir óblítt sumar

Sumarið hér syðra var heldur hryssingslegt og svalt. Vinda og úrkomusamt í meira lagi. Fyrstu daganna í september lék þó blíðan við sunnlendinga og leysti sumarið út með fallegum sólroða og stillum. Vonum að veðurguðirnir fari mildum höndum um mannfólkið næstu vikurnar.