þriðjudagur, 1. desember 2020

Mikil hálka olli tjóni


Bæjarstarfsmenn meta tjónið.

Mikil hálka myndaðist á bílastæði við leikskólann Álfheima með þeim afleiðingum að bifreið hafnaði á rampi og mölbraut handriðið. Nokkurt tjón varð á bifreiðinni.
 

Tryggvaskáli á Selfossi hættir rekstri

 

Rekstur Tryggvaskála stöðvaðist í vetur þegar rekstraraðili hætti. Erfitt ástand hefur verið í rekstri veitingahúsa á svæðinu núna á meðan heimsfaraldurinn er að ganga yfir. Nýr rekstraraðili mun hefja veitingahús rekstur í húsinu næst vor, en vonast er til að þá verði búið að slaka nægilega á Covid takmörkunum til að rekstur geti gengið eðlilega fyrir sig.

fimmtudagur, 5. nóvember 2020

Kæjak skúrinn á Stokkseyri fær upplyftingu

 

Kæjak skúrinn á Stokkseyri hefur fengið andlitslyftingu. Það er ferðaþjónusta sem gerir út á kæjakróðra á vötnum og sjó í grend við þorpið sem hefur þar aðstöðu. 

mánudagur, 24. ágúst 2020

Tvær nýjar útistofur settar niður við Vallaskóla

Tvær nýjar útistofur eru að verð tilbúnar undir kennslu við Vallaskóla , en mikil fjölgun barna í sveitarfélaginu hefur kallað á skjótar aðgerðir til að geta hýsti öll skólabörn sem koma inn í skólann nú þessa dagana. Það er Hamar og Strik ehf. sem byggir. 

mánudagur, 11. maí 2020

Staður Eyrarbakka

 

Ný lyfta fyrir fatlaða hefur verið tekin í notkun í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka. Það eru HM lyftur ehf. sem framkvæmdu verkið, en að því komu líka múrara, málarar, rafvirkjar, trésmiður og járnsmiðir. Kostnaður var um 2 millj. 

mánudagur, 27. apríl 2020

Sundlaug Stokkseyrar

 

Skjólgirðing við sundlaug Stokkseyrar hefur verið endurnýjuð að hluta og hækkuð. Það voru Braggahús ehf og Hlið við Hlið ehf sem framkvæmdu.

miðvikudagur, 11. mars 2020

Ný útistofa bætist við leikskólann Árbæ

 

Verið er að taka í notkun nýja útistofu fyrir leikskólann Árbæ á Selfossi, en mikil fjölgun barna í bæjarfélaginu hefur kallað á skjótar lausnir til að útrýma biðlistum eftir leikskólaplássi. Það er Hamar og Strik ehf sem byggir.