mánudagur, 14. mars 2016

Hvalreki á Eyrarbakka fjöru

 

Smáhveli rak á fjörur við Eyrarbakka á dögunum. Talið er að hvalurinn hafi verið dauður þegar hann rak á land. Bæjarstarfsmenn sáu um að grafa hræið þarna í fjörunni.

laugardagur, 13. febrúar 2016

Ruðningar og snjófjöll á Bakkanum

 

Töluvert hefur snjóað að undanförnu og ruðningar mynda vegleg snjófjöll á Kaupmannstúninu.  Finn Nilsen hefur séð um að ryðja sjó af götunum á Eyrarbakka um árabil.

þriðjudagur, 26. janúar 2016

Kosningar í vændum


 Bæjarsmiðirnir smíða nýja kosningaklefa fyrir kjörstaði Árborgar og hér eru þrír klefar tilbúnir á smíðaverkstæðinu í Laugardælum. 5 kjördeildir eru í sveitarfélaginu, þrjár í Vallaskóla og ein á Stokkseyri og sömuleiðis á Eyrarbakka.