Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

laugardagur, 4. maí 2002

Áhugi fyrir uppgerð húsa á Bakkanum

 Guðmundur Hannesson er í þessum hópi, hann er um þessar mundir að gera upp gamalt hús- Nýjabæ eystri á Eyrarbakka ásamt Eyjólfi Pálssyni mági sínum með aðstoð smiðsins Jóns Karls Ragnarssonar. „Húsið sem um ræðir er frá 1898, en þegar við keyptum húsið 1997 var það talið vera byggt 1902,“ segir Guðmundur.

Morgunblaðið - 04. maí 2003

miðvikudagur, 1. maí 2002

Textíl hönnunarstofa í Reginn

 Húsið Regin (Háeyri) á Eyrarbakka á sér merka sögu frá upphafi, en kjallarinn er fyrsta steinsteypta byggingin á Eyrarbakka ( byggt 1907) og Oddur Oddson setti þar upp fyrstu símstöðina Sunnanlands (1909) og rak gullsmíðaverkstæði á hæðinni og járnsmiðja var þar í kjallaranum. Þar var síðar Verslunin Reginn. Núna er þar textíl- sauma og hönnunarstofa hjónanna Kristínar og Tristan Cardew en þau reka jafnframt verslun í Reykjavík. 

Pétur Pétursson þulur rifjar upp vesturferðir Íslendinga

 Pétur Guðmundsson, var faðir greinarhöfundar Peturs útvarpsþuls og oddviti Eyrarbakka þegar ferðir hófust héðan til vesturheims. Pétur fjallar um vesturferðir Eyrbekkinga í grein sem finna má í Morgunblaðinu - 08. júlí 2001