Gufubaðið við Sundhöll Selfoss var lagfært fyrir skemmstu, nýjum glerfronti komið fyrir og allt málað að innan. Fyrir tveim árum voru sturtur endurnýjaðar og flísalagðar.
miðvikudagur, 8. desember 2021
þriðjudagur, 7. desember 2021
Íbúar kynda upp með rafmagnsblásurum
Enn einu sinni hefur stofnlögn Selfossveitna sem þjónar íbúunum við ströndina rofnað og enn einu sinni gerist það um miðjan vetur þegar síst skildi skorta heita vatnið. Undan farin ár hefur þetta síendurtekið komið fyrir á versta tíma fyrir íbúa strandþorpanna.
Leiðslan sem lögð var fyrir 40 árum er orðin afskaplega lúin og marg bætt. Það er á ábyrgð pólitískt kjörna fulltrúa að fara í það lítilræði að endurnýja lögnina í heild sinni. Það ætti varla að standa í þeim sem hafa staðið í stórræðum framkvæmdum í efri byggðum sveitarfélagsins á þessu kjörtímabili, svo hér hlýtur einungis að skorta viljan fyrir verkið.
Heitavatnslaust við ströndina
Stofnlögn bilaði við Eyrarveg á Selfossi í gærkvöldi og er unnið að viðgerð. Búist er við að heitt vatn komist aftur á um kl.16
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)