Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

mánudagur, 31. desember 2018

Eyrbekkingar kvaddir 2018

Birgir Sveinsson vörubílstjóri á Eyrargötu.
Bjarney Ágústsdóttir á Selfossi/frá Sæfelli.
Böðvar Sigurjónsson garðyrkjubóndi á Túngötu.
Sæmundur Þ Guðmundsson í Reykjavík. 

föstudagur, 19. október 2018

Climate Eyrarbakki

 The weather was unusually wet this summer in the south of Iceland. 

Morgunblaðið - 19. október 2018


laugardagur, 22. september 2018

Hannes Andrésson

 Hannes Andrésson frá Litlu Háeyri hlaut Íslensku fálkaorðuna (Riddarakrossinn) árið 1971 fyrir rafvæðingu í sveitum. Hannes hóf störf hjá Rafmagnsveitu ríkisins árið 1946 og starfaði víða um land við lagningu háspennulína og síðar verkstjóri hjá Rarík.

Hannes var fæddur 22. september 1892 sonur Andrésar Guðmundssonar og Guðbjargar Guðmundsdóttir og bjuggu þau að Skúmstöðum. Kona Hannesar var Jóhanna Bernharðsdóttir frá Keldnakoti á Stokkseyri. Þau hófu búskap í gamla bænum að Litlu Háeyri og ólu þar upp 9 börn.

mánudagur, 21. maí 2018

EYRARBAKKI Í SPARIFÖTUNUM

 21.maí 1997

Eyrarbakki í sparifötunum Bæði Eyrbekkingar og byggðarlagið sjálft voru í sparifötunum á hvíta- sunnudag, þegar haldið var uppá 100 ára afmæli Eyrar- bakkahrepps.

þriðjudagur, 1. maí 2018

laugardagur, 21. apríl 2018

Sýningin 'Miðbærinn'

 Í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi má sjá sýninguna Miðbærinn – söguleg byggð, en hún inniheldur ljósmyndir af gömlum húsum á Eyrarbakka eftir Magnús Karel Hannesson. Magnús segir að á Eyrarbakka sé best varðveitta eldri götumynd á öllu Suðurlandi og að hún sé helsta sérkenni þorpsins. „Hér er ekta söguleg heild- stæð byggð með húsum, sem flest eru byggð frá 1890 til 1915.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

miðvikudagur, 28. mars 2018

SKIPSTRRÖND suðvestanlands á 19.öld

  •  1883 18. Júlí strandaði seglskipið Sylphiden við innsiglinguna til Eyrarbakka. 
  • 1895 3. maí strandaði seglskipið Kelper við Þorlákshöfn. 
  • 1883 12. september strandaði seglskipið Anna Loise við Þorlákshöfn. 
  • 1896 23. október strandaði seglskipið Andreas fram undan Selvogskirkju.
  • 1902 24. mars strandaði seglfiskiskipið Skrúður undan Vogsósum í Selvogi.
  • 1903 11. mars strandaði seglfiskiskipið Litle Rose í Herdísarvík. 
  • 1885 28. apríl strandaði seglfiskiskipið Lonaine á sandinum undan Hrauni í Ölfusi. 
  • 1897 29. júlí strandaði seglskipið Fortuna við Jarngerðastaði í Grindavík. 
  • 1903 7. júlí strandaði seglskipið Flora við Jarngerðastaði í Grindavík. 
  • 1896 11. júlí strandaði seglskipið Glitner við Jarngerðastaði í Grindavík. 
  • 1899 15. nóvember strandaði gufuskipið  Rapid við Jarngerðastaði í Grindavík. 
  • 1899 3. október strandaði gufufiskiskipið Enganes við Jarngerðastaði í Grindavík. 
  • 1895 27. apríl strandaði seglskipið Kamp við Stokkseyri. 
  • 1896 16. ágúst strandaði seglskipið Allina við Stokkseyri. 
  • 1898 15. apríl strandaði seglfiskiskipið Ísabella við Stokkseyri. 
  • 1892 24. júní strandaði seglskipið Johanne við Stokkseyri. 

fimmtudagur, 1. febrúar 2018

Leiðarljósin

 1948

Leiðarljós, er sýna leiðina inn Bussu, eru tvö stöðug rauð ljós, sem ber saman í 055° stefnu. Ljósunum er komið fyrir í leiðarmerkjum, stöng og vörðu, um 1 km fyrir vestan Eyrar- bakkakirkju. Loga á vertíðinni, þegar bátar frá Eyrarbakka eru á sjó. Leiðarljós, er sýna leiðina inn á ytri höfnina, eru tvö stöðug rauð Ijós, sem her saman í 096° stefnu.

sunnudagur, 28. janúar 2018

Jón Jakopsson

 Jón Jakopsson, (f 1888) ávallt kallaður Jónsi Jak. Hann bjó ásamt systur sinni Jakobínu í Jakopshúsi í Einarshafnarhverfi. Bóndi og formaður til sjós um árabil, fyrst á teinæringi sem hann átti hlut í um 1910 og á mótorbát á árunum í kringum 1920. Hreppsnefndarmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn var hann um 1930. Jónsi var fróður mjög en forn í fari og lifðu þau systkini aðalega á sjálfsþurftarbúskap búskap en lögðu líka inn mjólk. Kýr voru í öldnu fjósi norðan við Jakobshús, kindur í kofa þar norður af og hlaða. Hross nokkur er gengu laus þar í hverfinu og bitu hvar sem eitthvað var að hafa og jafnvel rótuðu í ruslatunnum hjá fólki þar í hverfinu. Fornleg sláttuvél gerð fyrir dráttarhesta og heyvagn sömu leiðis voru einu tækin á búinu, en annars var allt unnið í höndum. Kolakynding var lengst af í Jakopshúsi sem og nokkrum öðrum þarna á Vesturbakkanum langt fram eftir 20. öldinni. 


Jakopshús (Einarshöfn) var hálfgerð "umferðamiðstöð" í lok 19. aldar, en þangað komu fjöldi ferðamanna ofan úr sveitunum í Árnes og Rangárvallasýslu til að þyggja gistingu í kaupstaðaferðum sínum, eða voru að fara eða koma úr verinu eins og það var kallað að halda til á vertíðum. Þar réðu húsum Jakop Jónsson og Ragnheiður Jónsdóttir ásamt fjórum dætrum og einum syni. 

mánudagur, 1. janúar 2018

Brimathuganir á Eyrarbakka

 Peter Nielsen veðurathugunarmaður (1880 til 1911) og faktor á Eyrarbakka athugaði sjólag flest árin þrisvar á dag (kl 8, 14 og 21 (9,15 og 22 skv. okkar tíma). Hann skipti sjólagi sem hann kallaði (brænding = brim) í 7 flokka 0 - 6 á eftirfarandi hátt


Styrkur 0 : Alsléttur sjór, þá sést ekkert brim á skerjunum.

Styrkur 1 : Rólegur sjór. Brimar á skerjum á stöku stað

Styrkur 2 : Brýtur fyrir öllum skerjum, en ekki á Sundinu.

Styrkur 3 : Brot alstaðar, einnig á mestum hluta Sundsins; þó getur það yfirleitt heppnast fyrir opna fiskibáta að stinga sér yfir brimið, með því að sæta lagi.

Styrkur 4 : Óbrotið brim yfir öllu. Inn og útsigling varasöm, Að öllu hættuleg fyrir opna báta og minni mótorbáta.

Styrkur 5 : Voldugt brim; Sjórinn brýtur við sjóvarnargarða.

Styrkur 6 : Voldugasta brim. Sjórinn gengur yfir sjóvarnargarða og langt upp á land.

Við brimstyrk 0, 1 og 2 geta róðrabátar og hæfilega djúpristir mótor og gufubátar yfirleitt siglt út og inn sundið með hliðsjón af sjávarföllum og siglingamerkjum.

Við brimstyrk 3 geta hæfilega stórir gufu og mótorbátar siglt út og inn 1-2 tímum fyrir og eftir háflóð.

Við brimstyrk 4, 5 og 6 er inn og útsigling ekki örugg fyrir farkost af nokkru tæji.


Þýtt úr dönsku.- Dönsk heimild Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Hér er síðan samantekt fyrir hvert ár (árin sem vantar var Nielsen utanlands):

Fjöldi daga á ári (einhverjar athuganir vantar eða brotum er sleppt):

ár

B0

B1

B2

B3

B4

B5

B6

alls

1881

86

78

69

93

29

10

0,33

365

1882

104

55

73

83

43

7

0,00

365

1883

99

55

67

80

47

7

1,67

355

1884

90

51

69

120

30

4

2,00

364

1885

107

81

69

89

14

3

0,00

363

1886

109

70

73

94

16

3

0,00

365

1887

103

61

64

101

31

4

0,33

364

1888

137

48

70

72

36

2

0,67

365

1889

113

66

70

75

35

6

0,00

365

1890

92

61

75

83

46

8

0,00

365

1891

118

57

67

67

50

7

0,00

366

1892

136

76

60

67

24

3

0,00

366

1893









1894









1895

117

58

59

105

21

4

0,00

364

1896

87

50

73

127

26

3

0,67

366


Brim.123.is