Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

miðvikudagur, 31. desember 2008

Eyrbekkingar kvaddir 2008

Elsa Björk Grétarsdóttir á Sólvangi. Ungabarn.
Halldór Guðmundsson á Selfossi. 90 ára.
Helgi Þorvaldsson á Gamla Hrauni.
Magnús Þórarinsson á Sæbergi.
Ragnar Böðvarsson á Þykkvaflöt.

miðvikudagur, 22. október 2008

Blysför að Kríunni

 Nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fóru í gær í blysför að listaverkinu Kríunni eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara, en í gær voru liðin 100 ár frá fæðingu listamannsins. Sigurjón Ólafsson fæddist í Einarshöfn á Eyrarbakka 21. október 1908. Hann ólst upp á Eyrarbakka og gekk þar í barnaskóla.

Morgunblaðið - 22. október 2008

sunnudagur, 27. júlí 2008

Nóg að sjá og skoða við ströndina

 Kajakaferðir eru farnar frá Stokkseyri og þar má einnig heimsækja Tónminjasetrið, Draugasafnið, Álfa og Tröllasafnið og Veiðisafnið svo eitthvað sé nefnt. Á Eyrarbakka má heimsækja Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka, einu elsta og merkasta húsi landsins.

sunnudagur, 20. júlí 2008

Góður andi í Gónhól

 Viðtal við Árna Valdimarsson og Ninu Björg Knútsdóttir sem nýlega opnuðu menningarmiðstöð í Frystihúsinu. 

Morgunblaðið - 20. júlí 2008

https://timarit.is/page/4194868?iabr=on#page/n18/search/Eyrarbakka%20/inflections/trueföstudagur, 27. júní 2008

10. Jónsmessuhátíðin

 Eyrbekkingar efna til hátíðar í tilefni Jónsmessu um helgina. Nokkrir íbúar bjóða gestum til stofu, gengið verður um söguslóðir og kveikt í Jónsmessubrennu. 

 Hápunktur hátíðarinnar er Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við þorpið á laugardagskvöld kl. 22.

24 stundir - 27. júní 2008

sunnudagur, 1. júní 2008

Suðurlandsskjálftinn 29. mai 2008

 Þann 29. maí 2008 klukkan 15:45 reið jarðskjálfti að stærð 6,3 (Mw) yfir Suðurland. Um hefðbundinn Suðurlandsskjálfta var að ræða, með svipuð einkenni og jarðskjálftarnir sem urðu árið 2000. Skjálftinn fannst vel á Eyrarbakka sem víðar. Fjöldi eftirskjálfta fylgdu í kjölfarið og smá-kippir stóðu yfir í nokkra daga. 

Nokkur gömul hlaðin hús urðu fyrir talsverðum skemdum.

Húsin sem eyðilögðust:

  • Höfn
  • Ásgarður  
  • Smáratún
  • Bólstaður
  • Mundakot II
  • Vatnagarður 
  • Lundur

laugardagur, 19. apríl 2008

Kvenfélagið 120 ára

  Kvenfélagskonur á Eyrarbakka gáfu í vikunni fæðingardeildinni á Selfossi nýtt tæki, súrefnismettunar-, blóðþrýstings- og hitamæli. 

Kvenfélagið á Eyr-arbakka fagnar 120 ára afmæli sínu á sumardaginn fyrsta en félagið var stofnað hinn 25. apríl 1888 af 16 konum, að tilstuðlan stúkunnar Eyrarrósarinnar. Félagið er elsta starfandi kvenfélagið á landsbyggðinni.

Nánar Morgunblaðið - 19. apríl 2008