Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

miðvikudagur, 7. september 2022

Barnaskólinn fær nýjar útistofur

Unnið er hörðum höndum við fjórar nýjar útistofur fyrir Barnaskólann á Eyrarbakka sem eiga að vera tilbúnar í lok október. Eins og kunnugt er greindist mygla í aðalbyggingu Barnaskólans á Eyrarbakka og var fyrirhugað að flytja allt skólastarf til Stokksyrar, en af því varð ekki eftir kröftug mótmæli íbúa og foreldra á Eyrarbakka. Það var og vilji bæjaryfirvalda að halda skólastarfi í báðum byggðarlögum við sjávarsíðuna. 

Ljósið er að koma á Bakkann.

Ljósleiðarinn er byrjaður á framkvæmdum í þorpinu. Verið er að leggja ljósleiðarann í Háeyrarvallahverfi um þessar mundir og svo vestur eftir hverfum í hvert hús. Ljósleiðarinn hefur verið að framkvæma á Stokkseyri lungað úr sumrinu, en nú er komið að Bakkanum. 

mánudagur, 5. september 2022

Kirkjan krosslaus

Búið er að fjarlægja ljóskrossinn af kirkjuturninum, en ljósin í honum biluðu fyrir skömmu. 

Unnið að vegbótum á Bakkanum

Búið er að rífa upp ónýtt malbik á kaflanum frá Sjoppu og að Bræðraborg. Til stendur að endurnýja malbikið á þessum kafla.

sunnudagur, 4. september 2022

Huststillur eftir óblítt sumar

Sumarið hér syðra var heldur hryssingslegt og svalt. Vinda og úrkomusamt í meira lagi. Fyrstu daganna í september lék þó blíðan við sunnlendinga og leysti sumarið út með fallegum sólroða og stillum. Vonum að veðurguðirnir fari mildum höndum um mannfólkið næstu vikurnar.

Íbúðir eldri borgara endurnýjaðar.

Íbúðir eldri borgara í Grænumörk 1 voru endurnýjaðar í sumar. Öll ytri klæðning var endurnýjuð á öllum íbúðum. Einnig fengu nokkrar íbúðir í húsinu andlitsliftingu. Það var Vörðufell sem sá um framkvæmdir. Áætlað er að Grænamörk 3 fái sömu fegrunaraðgerð á næsta ári.

Meira skjól á Tjaldstæði Eyrarbakka

Í samvinnu við rekstraraðila tjaldsvæðisins lét Eignadeild Árborgar endurbyggja skjólgarða við tjaldsvæðið og gera lagfæringar á snyrtiaðstöðu. Einnig voru raftengistöðvar endurnýjaðar. Það er björgunarsveitin Björg sem rekur tjaldsvæðið. 

Samið við IGF um hreinsun niðurfalla

Eignadeild Árborgar hefur samið við IGF um hreinsun niðurfalla á bílastæðum stofnana sveitarfélagsins. Öll stæði eiga nú að vera hrein og laus við stíflur.

Skemmdarverk á frístundahúsinu Bifröst

Talsvert hefur verið um kort á klæðningu frístundahússins við Tryggvagötu og er það mikill ljóður á umgengnisháttum þeirra einstaklinga sem í hlut á. Hér virðist viðkomandi hafa kvittað undir með nafni sínu.

Nýjar skólastofur í byggingu á Eyrarbakka

Mannvirkja og tæknisvið Árborgar er nú með fjórar útistofur í byggingu við Barnaskólann á Eyrarbakka, en mygla greindist í aðal byggingunni síðastliðin vetur og ekki hefur verið kennt í henni síðan. Það eru SG hús sem reisa nýju stofurnar og eiga þær að vera tilbúnar til afhendingar í lok október. 

Vatnsflóð í Vallaskóla

Mikið vatnsflóð varð í Vallaskóla í liðinni viku þegar þakrennustokkur gaf sig og streymdi regnvatnið inn í skólastofur og fram á gang. Eignadeild Árborgar og Vörðufell unnu að því fram á kvöld að sjúga upp vatn og þurka. Skólastarf gat hafist aftur næsta morgun, en nokkurt tjón varð á hurðum og skápum. Iðnaðarmenn vinna nú að lagfæringum.

Gamli Barnaskólinn á Stokkseyri lagfærður.

Þegar rakakaskemda varð vart í gamla skólanum síðast liðinn vetur, fór Eignadeild Árborgar í umfangsmiklar lagfæringar. Lóðin var drenuð og sökkul rakavarinn. Ný stétt var síðan lögð meðfram húsinu og sá PK Gröfuþjónustan um það verk. Innandyra var tréverk á útveggjum endurnýjað og nýtt gólfefni lagt á hluta hússins og öll mygla sem fannst fjarlægð. Margir komu að því verki sem tókst vel til og var starfsemi hússins hafist á réttum tíma.