Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

sunnudagur, 31. desember 1972

Eyrbekkingar kvaddir 1972

Guðbjörg Jóhannsdóttir á Hofi. 
Guðjón Jónsson frá Siglufirði.
Guðmundur J Guðmundsson bílasali frá Reykjavík (Einarshúsi)
Guðríður Guðjónsdóttir í Nýhöfn.
Hannes Andrésson verkstjóri á Staðarbakka.
Ólöf Gestsdóttir í Túni. 
Ragnhildur Jóhannsdóttir í Traðarhúsum.
Rannveig Jónsdóttir á Búðarstíg.
Sigríður G Ólafsdóttir á Breiðabóli.

sunnudagur, 16. júlí 1972

Brekkukotsannáll á Eyrarbakka

 Verið er að undirbúa kvikmyndun á Brekkukotsannál eftir Halldór Laxness. Nokkrar senur verða teknar upp á Eyrarbakka, einkum við gömlu Heklubryggjuna og Óðinshúsi þar sem unnið er að smíði leiktjalda. Fólk er almennt spennt fyrir þessu uppátæki.

miðvikudagur, 1. mars 1972

Aflabrögð

Frá Eyrarbakka stunduðu 4 bátar veiðar með net og var afli þeirra á tímabilinu 45 lestir. Gæftir voru slæmar. Heild- araflinn á Eyrarbakka frá 1. jan.—29. febr. var alls 87 lestir, en var í fyrra á sama tíma 75 lestir. Þorlákshöfn: Þar lönduðu 32 bátar, þar af 29 með net og 3 með línu. Aflinn var alls 1.457 lestir í 181 sjóferð. Gæftir voru stirðar.