Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

mánudagur, 8. júlí 2024

Sundlaugin á Stokkseyri opnar eftir endurbætur.

Sundlaugin á Stokkseyri sem hefur verið lokuð allann síðasta vetur eftir að í ljós kom að sundlaugarskelin var ónýt af ryði hefur nú opnað eftir gagngerar endurbætur. Vinna við laugina hófst í vor þegar snjóa leysti og hafa fjölmargir iðnaðarmenn komið að málum. Hér eru starfsmenn frá Seglagerðinni Ægi að leggja lokahönd á nýjan sundlaugardúk.

Mynd: eignadeild@arborg.is 

sunnudagur, 26. maí 2024

Krían komin á Bakkann

 Fáeinar kríur voru að hreiðra um sig í kríuvarpinu í dag og er frekar sein fyrir í ár.


Krían hefur átt undir högg að sækja síðasta áratuginn vegna fæðuskorts en einnig hefur hún verið töluvert rænd yfir varptímann af vörgum, einkum tvífætlingum.

miðvikudagur, 3. apríl 2024

Römpum Ísland í Árborg

"Römmum Ísland" verður í Árborg í sumar að rampa við stofnanir sveitarfélagsins. Bætt aðgengi og öruggar flóttaleiðir eru mikilvægar þar sem fatlaðir þurfa að sækja þjónustu og eða vinnu.

þriðjudagur, 26. mars 2024

Þakviðgerðir á Bakkanum þessa dagana

Verið er að skipta um þakjárn á samkomuhúsinu Stað og leikskólanum Brimveri. Það er Nýtt þak ehf sem vinnur verkið fyrir Eignadeild Árborgar.

fimmtudagur, 29. febrúar 2024

Worldclass stækkar

Uppsteypa kominn vel á veg á nýrri viðbyggingu við húsnæði Worldclass og Sundhallar Selfoss. Bílastæðum fækkar.

mánudagur, 26. febrúar 2024

Lagfæring á sundlaug Stokkseyrar

 

Byrjað er að lagfæra sundlaug Stokkseyrar. 

Búið er að grafa frá lögnum og nú tekur við hreinsun á gamla stálinu áður en lagnir verða endurnýjaða og nýtt stál klætt utan á byrðinginn og að lokum nýr dúkur.

Áætlað er að framkvæmdum ljúki eftir miðjan júní nk.

sunnudagur, 25. febrúar 2024

Jónsmessuhátíðin 2024

 

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka verður haldinn 21-23 júní næstkomandi. Það er ungmennafélagið sem heldur hátíðina í ár. 

þriðjudagur, 20. febrúar 2024

Brim á Bakkanum

 Það var töluvert brim á Bakkanum í dag og skúraskýin dormuðu úti fyrir ströndinni.


Veðurspáin gerir ráð fyrir bjartviðri um helgina og kólnandi, en hlýnar aftur í næstu viku með rigningu.

Brim á Bakkanum 


sunnudagur, 18. febrúar 2024

Ljósleysið plagarMikið vantar uppá að gatna og gangbrautarlýsingu sé viðhaldið eins og góðu hófi gegnir. Á Eyrarbakka eru víða sprungnar perur á ljósastaurum og hefur svo verið í allann vetur með tilheyrandi hættu á alvarlegum slysum, sérstaklega þar sem gangbrautir eru suma hverjar hulin myrkri.

Það er sveitarfélagið Árborg sem ber ábyrgð á lýsingu gatna í þorpinu.

þriðjudagur, 13. febrúar 2024

Þegar lífið var saltfiskur

Saltfiskverkun var i fullum gangi í Frystihúsinu, næsta húsi inn af humarvinnslunni sumarið 1977

Dagblaðið spjallaði við

Stelpurnar sem ætluðu til Akureyrar að ná í stráka.  

Einnig er mynd af:
 Aðalheiði Sigfúsdóttur, Astu Halldórsdóttur og Ástu Erlendsdóttur þar sem þær voru að umstafla saltfiski

https://timarit.is/page/3070447?iabr=on#page/n8/search/Eyrarbakka%20/inflections/true


mánudagur, 12. febrúar 2024

Set til Sölu

 Fyrirtækið Set ehf á Selfossi, sem sérhæfir sig í fjölbreyttri starfsemi á lagnasviði, hefur verið sett í söluferli. 

Nánar á Sunnlenska.is 

sunnudagur, 11. febrúar 2024

Hlýnandi veður framundan

 Í dag kom sólin upp kl.09:33 og vaxandi máni á himni. Gott veður er á Árborgar svæðinu og hitastigið að nálgast 1° C  /8 me/sek og léttskýjað. 

Heldur hlýrra veður þegar líður á vikuna og ætti það að hjálpa Suðurnesjamönnum sem hafa þurft að hýrast í hálfköldum húsum sínum undanfarna daga eftir að glóandi hraunið tók í sundur einu hitaveituæðina sem þjónaði öllu byggðarlaginu.


Spáin fyrir Eyrarbakka
Sun 11/2  🌤 Léttskýjað 0°/-2°
Man 12/2 ☁️ Skýjað 3°/1°
Þri 13/2   ⛅️ Hálfskýjað 1°/-8°
Mið 14/2  🌥 Að mestu Skýjað -2°/-3°
Fim 15/2  ☁️ Skýjað  2°/-3°
Fös 16/2  ☁️ Skýjað 2°/1°
Lug 17/2  🌧 Rigning 5°/2°
Sun 18/2  🌨 Slydda 5°/2°
Man 19/2 ☁️ Skýjað  6°/2°
Þri 20/2   🌥 Að mestu Skýjað 5°/0°

mánudagur, 5. febrúar 2024

Heitavatnskortur í Árborg

 Í kuldatíðinni er farið að bera á heitavatnsskorti hjá Selfossveitum og íbúar hvattir til að fara sparlega með vatnið. Útisundlaug verður lokað tímabundið á meðan ástandið er krítiskt. 


sunnudagur, 4. febrúar 2024

Mun vatnið finnast?

Selfossveitur:
Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða keppast nú við að finna heitt vatn við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss. 

Litlahraun óboðlegt

Stærsta fangelsi landsins er óboðlegt — segja stjórnendur, fangar og opinberir eftirlitsaðilar. Stór hluti fanga lendir ítrekað í fangelsi og margir þeirra kvarta undan skorti á endurhæfingu. Um helmingur fanga situr inni vegna fíkniefnabrota, en refsivistin skilar ekki alltaf tilsettum árangri.

föstudagur, 2. febrúar 2024

Sjávarflóð við suðurströndina

 Dálítið er til af heimildum um sjávarflóð á Eyrarbakka í ýmsum annálum.

 1. 1316  Flæddi inn í allar fremri búðir á Eyrum - Gottskálksannáll
 2. 1343  Flæddi upp um allar búðir á Eyrum og skip ásamt mannskap fórust. - Skálholtsannáll.
 3. 1403  Flóð Eyrarbakka-Setbergsannáll.
 4. 1410  Flóð Sunnanlands-Setbergsannáll.
 5. 1540  Flóð Syðra - Setbergsannáll.
 6. 1621  Flóð Sunnan og suðvestan-Suðurnesjaannáll.
 7. 1630  Flóð suðvestanlands -Sjávarborgarannáll
 8. 1644  Flóð Vestur- og Suðvesturland Suðurnes, Sjávargangur, flóð og fyllingar. Tjón á
  skipum, sjóbúðum, túnum, hjöllum og
  húsum.-Setbergsannáll.
 9. 1695 Flóð Syðra. Flæður. Tún, jarðir og skip spilltust.-Grímsstaðaannáll
 10. 1706  Flóð Suðurland, Mikill stormur, mörg skip brotnuðu bæði norðan lands og sunnan. Einnig brotnuðu kirkjur fyrir norðan og hús og skaði varð á heyi.- Fitjaannáll.
 11. 1733  Flóð Suðurland, Skipbrot af veðri og sjógangi- Hítardalsannáll
 12. 1746 Flóð Suðurland, - Íslands árbók
 13. 1766  Flóð Syðra, Stórviðri og sjávargangur. Sjórinn gekk 10 föðmum lengra á land en elstu menn mundu - Íslands árbók
 14. 1772  Flóð Suðurland, Sjóarólga og brimgangur, sjávaryfirgangur í mesta lagi. Braut víða fjörur og kamba, fjöldi skipa brotnaði víða um land. - Íslands árbók.
 15. 1779  Öskudagsflóðið Stokkseyri, Stórflóð á Eyrarbakka. Stóra-Hraun varð umflotið og fiskur fannst í kálgarði ofan við húsið. Margar jarðir skemmdust. Skipskaðar. - Árbækur Espólíns.
 16. 1784 Eyrarbakki Sjógangur og flóð. Landbrot.- Saga Eyrarbakka. 
 17. 1787 Eyrarbakki Flóð. Flaut umhverfis búðirnar. Landbrot.- Saga Eyrarbakka. 
 18. 1795  Suðurland Stórflóð og sjávargangur. Hey sópuðust burt og skip skemmdust og brotnuðu. - Árbækur Espólíns.
 19. 1796 Suðurland Hafrót með brimi, sjávarágangur og stórfljóð. Jarðir skemmdust og fjölda skipa tók út og mörg mölbrotnuðu. - Espihólsannáll
 20. 1814  Syðra Ofsarok og sjávargangur. Skaði á húsum og skipum.- Endurminningar Gyðu Thoroddssen.
 21. 1830 Þorramrælsflóðið Eyrarbakka og Stokkseyri, Landbrot á bökkum framan við kambinn.- Stokkseyringasaga.
 22. 1832 Stokkseyri og Eyrarbakka Flóð, flæddi í hús- Austantórur.
 23. 1838 Flóð Syðra Sjór gekk á land, braut skip og báta o.fl. - Annáll 19. alda
 24. 1865 í Flóanum, Flóð. Braut sjógarð og fiskiskip.Sjór gekk á land syðra á næturtíma. Braut skip og báta og gerði fleiri spellvirki.  Saga Eyrarbakka.
 25.  1867 Suðvesturland Ógurlegt sjávarflóð. Skip, hjallar, tún,  garðar og hús skemmdust- Suðurnesjannáll.
 26. 1870 Eyrarbakka Ofsaveður með flóði. Skemmdir í þorpinu og í rófnagarði Þorleifs á Háeyri.- Saga Eyrarbakka. 
 27. 1888  Mikið flóð suðvestanlands. Sjór gekk á tún, skemmdi þau og braut garða. Bátar brotnuðu, hús og skip skemmdust. Sjórinn tók fjárrétt fulla af fé og sópaði burt torfhúsi, bryggjur brotnuðu og hús færðist á grunni sínum. Líkt við stórflóðið 1867 - Suðurnesjaannáll.
 28. 1889 Sjór gekk yfir sjógarðinn á Eyrarbakka og skemmdi hann nokkuð. - Saga Eyrarbakka. 
 29. 1898  Eyrarbakka.  Ofsaveður. Flæddi yfir sjógarðinn á Eyrarbakka og í hús. Braut skip. Flæddi um götur Reykjavíkur, skaðaði bryggjur og skip.
 30. 1900 Eyrarbakki Rok og flóð. Löðrið gekk yfir sjógarðinn. Sleit upp báta á höfninni og braut. - Saga Eyrarbakka 
 31. 1903 Sunnanlands Skemmdir á bæjarhúsum og túnum í Herdísarvík. - óþekktur. 
 32. 1906 Suðuland, Ofviðri mikið um land allt. Sjór flæddi inn í Ölfusá og olli usla langt upp með ánni.
 33. 1913 Eyrarbakka og Stokkseyri, Ofsaveður og flóð. Braut víða skörð í sjóvarnargarðinn við Eyrarbakka og Stokkseyri. - Saga Eyrarbakka 
 34. 1916 Lognflóðið Eyrarbakka og Stokkseyri og Vík, Mikið brim, sjógarður brotnaði og tvö skip. Í Vík gekk sjór á land. - Saga Eyrarbakka.
 35. 1921 Stokkseyri, Bátar brotnuðu í útsynningsveðri og brimi. - Óþekktur 
 36. 1925 Eyrarbakka, Stokkseyri og Grindavík, Ofviðri og flóð. Braut sjógarða og skip. Sjór gekk hátt á land, eyðilagði hús, flæddi í fleiri og skaðaði jarðir. - Saga Eyrarbakka. 
 37. 1926 Eyrarbakka og Stokkseyri, Stórstreymt og mikið brim. 9 bátar náðu ekki höfn á Stokkseyri og Eyrarbakka. - Veðráttan /Suðvestanlands Stórflóð. Sjógarður brotnaði, flóðbylgja gekk á land, fé flæddi. - óþekktur. 
 38. 1932 Flóðbylgja gekk á land, tjón á túnum og kjallara - Veðráttan 
 39. 1936 Suðurland og víðar, Ofsaveður. Bryggjur, sjóvarnargarður, götur, bátar, hey, hús og önnur mannvirki skemmdust. Sums staðar flæddi langt upp á land.
 40. 1954 Þorlákshöfn Stórbrim skemmdi báta,  - Óþekktur Margs konar skemmdir á bátum, húsum og öðrum mannvirkjum. Sjór fór yfir brimvarnargarða og flæddi í kjallara. - óþekktur 
 41. 1963 Grindavík, Þorlákshöfn, Vík, Mikið sjávarflóð. Tjón á hafnarmannvirkjum, frystihúsi, fiskimjölsverksmiðju, vörugeymslum - Veðráttan. 
 42. 1970 Suðvesturland, Rok og sjávargangur. Skemmdir á bátum, höfnum, hafnargarði, húsum, vélum, matvælum, varnargörðum og túnum. Kindur og hænsni drukknuðu. Landbrot, rafmagnstruflanir. Sjór gekk langt á land.- Veðráttan 
 43. 1971 Grindavík og Stokkseyri, Mjög há sjávarstaða. Timbri skolaði í sjó og það hrundi úr hafnargarði sem var í byggingu. - Veðráttan 
 44. 1972 Suðvesturland, Grjót barst á land, bátar slitnuðu upp og fiskihús brotnaði. - Veðráttan. 
 45. 1973 Þorlákshöfn, Faxaflói, Bátar fórust. Óþekktur Grindavík Háflóð og hvassviðri. Bryggjur fóru á kaf.- Trausti Jónsson. 
 46. 1975  Suðvesturland  Eyrarbakka, Fárviðri Mikið tjón af sjávarflóði á Suðvesturlandi, mesta flóð síðan 1925. Sjóvarnargarðar, bátar og bryggjur skemmdust. - veðurskeytabók veðurathugunarmanns á Eyrarbakka. (Mikið foktjón á mannvirkjum og raflínum á EB)
 47. 1977 Suðurland Eyrarbakka, Stokkseyri Mikið sjávarflóð. Kjallarar fylltust af sjó, sjórinn braut einnig vegg eins húss og flæddi þar inn. Tjón varð einnig á bátum, túnum og girðingum. - Veðráttan ofl.
 48. 1984  Suðvesturland, Mikið tjón á mannvirkjum og bátum. Flæddi upp á land og í einhver hús. Landbrot. - Veðráttan. 
 49. 1985 Stokkseyri, Flotkví skemmdis. - Trausti Jónsson 
 50. 1990 Stórmflóðið Suðvesturland, skvinnsluhús og veiðarfærageymsla,
  íbúðarhús, vélar, áhöld, bryggjur, vegir,
  varnargarður og fjárhús skemmdust.
  Kindur og hross fórust. - Veðráttan (Mikið tjón var á Eyrarbakka í þessu veðri)

Heimldir: Veðurstofa Íslands skýrsla GEJ

Sunnanpósturinn

Sunnanpósturinn var mánaðarrit sem kom út 1835, 1836 og 1838. Það var prentað í Viðeyjarprentsmiðju árið 1835-36. Í ritinu voru fréttir, tilkynningar, greinar, frásagnir og kvæði. Í fyrstu var Þórður Sveinbjörnsson ritstjóri en síðar séra Árni Helgason.

Þórður var skipaður sýslumaður í Árnessýslu 1822. Árni var biskup í Skálholti 1304-1320.

1. Tölublað Sunnanpóstsins:

https://timarit.is/page/2013208#page/n0/mode/2up 

Veðurathuganir á Eyrarbakka

 Eyrarbakki - veðurstöð - upplýsingar

Nafn Eyrarbakki

Tegund Sjálfvirk veðurathugunarstöð

Stöðvanúmer 1395

WMO-númer 4038

Skammstöfun eyrar

Spásvæði Suðurland(su)

Staðsetning 63°52.152', 21°09.611' (63,8692, 21,1602)

Hæð yfir sjó 3.0 m.y.s.

Upphaf veðurathuguna 2005

Eigandi stöðvar Veðurstofa Íslands

Á Eyrarbakka hófust mælingar árið 1880, en úrkomumælingar lágu niðri á árunum 1911 til 1923. Upphaflega voru veðurathuganir einkaframtak á vegum Peter Níelsen í Húsinu og fleyri góðra manna. Árið 2013 lauk starfsemi mannaðar veðurstöðvar. Síðasti veðurathugunarmaðurinn var Emil Hólm Frímannsson fyrrum sjómaður á Eyrarbakka. 

laugardagur, 6. janúar 2024

EYRBEKKINGAR KVADDIR 2023

Óli Karlo Olsen 88 ára frá Einarhöfn. Foreldrar hans voru Peder Ragnvald Olsen Vidnes og Ingibjörg Gunnarsdóttir.

Sigrún Guðmundsdóttir 85 ára frá Sandvík. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir, húsfrú í Sandvík á Eyrarbakka, og Guðmundur Á. Böðvarsson.

Óli Einar Adolfsson 82 ára úr Mýrdal. Foreldrar hans voru Adolf Andersen og Kristjana Geirlaug Einarsdóttir.

Oddur Þorsteinsson 81 árs frá Sunnuhvoli. Eftirfarandi eiginkona hans er Sigríður Aðalsteinsdóttir. 

Bragi Leifur Hauksson 64 ára. Hann formaður tennisdeildar Þróttar og átti aldamótahús á Bakkanum. 

Sveinbjörn Birgisson 54 ára. For­eldr­ar hans voru Elín Mar­grét Sig­ur­jóns­dótt­ir og Birg­ir Svein­björns­son frá Merkisteini.