Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

fimmtudagur, 30. september 2021

Ný Íþróttahöll senn tekin í notkun


Iðnaðarmenn að störfum
Nú líður að því að nýja íþróttahöllinn í Árborg verði tekin í notkun og má búast við að einhver starfsemi hefjist þar strax í næstu viku. Fjölnýtihúsið er stórkostleg bylting fyrir allt íþróttastarf í sveitarfélaginu þar sem hægt verður að stunda æfingar af ýmsu tagi allt árið um kring og er víst að það mun efla knattspyrnuíþróttina sér í lagi.
Það sem kann að varpa skugga á  þessi tímamót er hin illræmda útilokunarmenning sem tröllríður íþróttaheiminum um þessar mundir og ekki síst íslenska lansliðinu í knattspyrnu. 

laugardagur, 11. september 2021

Gođheimar, nýr leikskóli tekur til starfa í Árborg.

 

Nýr 6 deilda leikskóli var nýveriđ tekin í notkun á Selfossi sem hefur hlotiđ nafniđ Gođheimar. Fyrsta skófluxtungan var tekin 19. Desember 2019 og hefur verkiđ gengiđ ađ óskum. Byggingafélagiđ Eykt sá um verklegar framkvæmdir. Leikskólastjóri er Sigríđur Birna Birgisdóttir, en hún er sem kunnugt er fædd og uppalin á Bakkanum. 

Loftgæđi í Árborg

 Nýveriđ setti umhverfistofnun upp loftgæđamælir á Selfossi til ađ mæla ýmis gös frá eldstöđinni í Geldingadölum sem berast til austurs, en einnig er mæld svifryksmengun.

Hægt er ađ sjá mæliniđurstöđur í rauntíma á www.loftgaedi.is  

Banaslys á Eyrarbakka

 Mađur lést þegar hann varđ udir steyptum vegg sem veriđ var ađ saga niđur á húsi viđ Búđarstíg þann 24. águst sl. Unniđ var ađ færa húsiđ í upprunanlegt horf og fjarlægja steptan gafl sem féll niđur í heilu lagi og ofan á mann sem vann viđ verkiđ. Hann hét Sigurđur Magnússon fæddur áriđ 1955 og búsettur á Selfossi. Hann lætur eftir sig eginkonu og fjögur börn.

Búðarstígur 


miðvikudagur, 1. september 2021

Leikskólinn Álfheimar fær upplyftingu

Verið er að vinna við endurnýjun gangstéttar fyrir framan leikskólinn Álfheimar á Selfossi. Nýverið var lokið við viðbyggingu sem hýsir starfsmannaaðstöðu og í leiðinni var eldhúsið stækkað og endurnýjað.