Frá Eyrarbakka stunduðu 4 bátar veiðar með net og var afli þeirra á tímabilinu 45 lestir. Gæftir voru slæmar. Heild- araflinn á Eyrarbakka frá 1. jan.—29. febr. var alls 87 lestir, en var í fyrra á sama tíma 75 lestir. Þorlákshöfn: Þar lönduðu 32 bátar, þar af 29 með net og 3 með línu. Aflinn var alls 1.457 lestir í 181 sjóferð. Gæftir voru stirðar.