Vélbáturinn Hafrún ÁR 28 fórst undan Reykjanesi aðfararnótt 3. Mars 1976.
Skipið sem er 73 tonna stálbátur hafði verið útbúið til loðnuveiða m.a. var stórri og þungri kraftblökk komið fyrir á gálga, bakborðsmegin á skipinu sem gæti hafa haft áhrif á ballest skipsins, en það var á leið til loðnuveiðar. Slæmt veður var á þeim slóðum þar sem slysið er talið hafa átt sér stað.
Áhöfnin á GK-268 fundu lík eins skipverja, Ingibjörgu Guðlaugsdóttir f. 1935 frá Reykjavík en hún var kokkur á bátnum. Aðrir skipverjar voru Valdimar Eiðsson skipstjóri, Ágúst Ólafsson frá Sæfelli, Þórður Þórisson frá Brennu, Júlíus Stefánsson í Nýjabæ, Haraldur Jónsson frá Búðarstíg. Guðmundur Sigursteinsson frá Blönduósi og Jakob Zophoniusson fráReykjavík. Einn skipverji Aðalsteinn Stefánsson fór ekki með í þessa ferð.
Tvö önnur systurskip Hafrúnar hafa farist sviplega: Rafnkell GK árið 1960 og Álftanes GK 1976.