Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

miðvikudagur, 31. desember 1986

Eyrbekkingar kvaddir 1986

Anna Brynjólfsdóttir á Selfossi. 
Árni Sigurðsson í Túni 90 ára.
Jóhannes Kristjánsson rafvirki í Reykjavík. 
Ólafur Guðjónsson vegaverkstjóri í Mundakoti.
Regína Jakopsdóttir í Steinsbæ.

sunnudagur, 23. nóvember 1986

Fyrstu verkamannabústaðir afhentir

 Fyrstu verkamannabústaðirnir á Eyrarbakka hreppsfélaginu og leigjendur flytja inn.



miðvikudagur, 29. október 1986

Alpan hf. - Aukið hlutafé

 ALPAN hf, álpönnuverksmiðjan á Eyrarbakka, mun á þessu ári framleiða um 100 þúsund steikarpönnur. 

Í álpönnuverksmiðju sem fyrirtækið á í Danmörku verða framleiddar 150 þúsund pönnur. Samanlögð framleiðsla nemur 250 tonnum af 20 gerðum steikar- panna, sem fara á markað í Evrópu.

Samþykkt að auka hlutafé úr 35 í 50 miljónir. 


Nánar: Morgunblaðið - 29. október 1986

föstudagur, 11. júlí 1986

Brunabíllinn bensínlaus

 „Þegar við komum með brunabílinn á bensinstöðina sögðu þeir okkur að koma á morgun. Það væri búið að loka. Ég veit ekki hvernig hefði farið ef kviknað hefði í um nóttina," sagði Gísli Sigurðsson, slökkviliðsstjóri á Eyrarbakka, í samtali við DV

fimmtudagur, 12. júní 1986

Sjómannadagurinn

 HÁTÍÐARHÖLD sjómannadagsins á Eyrarbakka fóru fram með hefðbundnum hætti. Mikil og almenn þátttaka var í ýmiskonar busluleikjum sem fram fóru við höfnina og voru áhorfendur óvenju margir, enda hið besta veður. Merkasti þáttur hátíðarhaldanna var opnun sjóminjasafnsins.


Morgunblaðið - 12. júní 1986