Á EYRARBAKKA var nú í fyrsta skipti í langan tíma unnið við loðnufrystingu. Byrjað var að frysta sunnudaginn 14. febrúar. Loðnan var fryst í hraðfrystihúsi Suðurvarar og unnið þar á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn. Auk loðnufrystingarinnar er unnið við verkun á ufsa í salt.
Morgunblaðið - 26. febrúar 1987