Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

sunnudagur, 31. desember 1989

Eyrbekkingar kvaddir 1989

Guðbjörg S Ólafsdóttir í Reykjavík. 
Guðmundur M Einarsson (Gvendur Einars) trésmiður í Ásheimum.
Guðríður Vigfúsdóttir í Mundakoti.
Guðrún Bjarnfinnsdóttir (Stella) á Búðarstíg.
Vigfús Jónsson  (Fúsi) oddviti og trésmiður í Garðbæ.
Vilhjálmur K Einarsson  (Villi í Tröð) í Traðarhúsum 94 ára.
Þórunn Jórunn Oddsdóttir Símstöðvarstjóri  (á Eyrarbakka) í Reykjavik. 92 ára.

sunnudagur, 27. ágúst 1989

Næg atvinna á Bakkanum

 ATVINNA hefur verið mikil það sem af er árinu. Aðeins 4 eru á atvinnuleysisskrá, 3 verslunarkonur og einn verkamaður. Kaupfélag Árnesinga lagði af verslun sína á Eyrarbakka og sagði starfsfólkinu upp. Verslunin Ólabúð tók húsnæði og áhöld kaupfélagsins á leigu og færði þangað stafsemi sína, en nokkrar breytingar á starfsmannahaldi fylgdu i kjölfarið.

Morgunblaðið - 27. ágúst 1989

miðvikudagur, 22. febrúar 1989

Nýjir aðilar reka sjoppuna

 ÁRSÆLL Ársælsson kaupmaður á Selfossi tók við söluskála Olís á Eyrarbakka í byrjun desember og rak hann undir nafninu Sælabúð fram að síðustu mánaðamótum. Nú hafa nýir aðilar, Aðalheiður Sigfúsdóttir og Ási Markús Þórðarson, tekið við rekstri skálans og reka hann undir nafninu Ás-Inn.

Morgunblaðið - 22. febrúar 1989

sunnudagur, 15. janúar 1989

Mikið að gera í Alpan

 MIKIL ásókn heftir verið í vinnu hjá fyrirtækinu Alpan á Eyrarbakka síðan það auglýsti eftir starfsfólki fyrir nokkru. 

Eins og kunnugt er framleiðir Alpan álpönnur, aðallega til útflutnings, og vegna anna var tekin sú ákvörðun að fjölga starfsfólki.

Morgunblaðið - 15. janúar 1989