Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

miðvikudagur, 26. nóvember 2003

Öllum starfsmönnum sagt upp hjá Alpan

 Verkalýðsfélagið Báran hefur miklar áhyggjur af stöðu atvinnumála hér á Suðurlandi, ekki síst í kjölfar uppsagna allra 30 starfsmanna Alpan á Eyrarbakka, en 20 af þeim eru félagsmenn Bárunnar. "Það er mikið atvinnuleysi á svæðinu og það virðist ekki bjart fram undan en auðvitað reynum við að tryggja fólkinu einhver störf,“ segir Ragna Larsen, formaður stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi.

Fréttablaðið - 26. nóvember 2003