Verkalýðsfélagið Báran hefur miklar áhyggjur af stöðu atvinnumála hér á Suðurlandi, ekki síst í kjölfar uppsagna allra 30 starfsmanna Alpan á Eyrarbakka, en 20 af þeim eru félagsmenn Bárunnar. "Það er mikið atvinnuleysi á svæðinu og það virðist ekki bjart fram undan en auðvitað reynum við að tryggja fólkinu einhver störf,“ segir Ragna Larsen, formaður stéttarfélagsins Bárunnar á Selfossi.