Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

föstudagur, 27. janúar 2006

Vilja leggja göngu og hjólastíga

 Umhverfisnefnd Árborgar bendir á nauðsyn þess að hefjast handa nú þegar við gerð hjólreiða- og göngustíga á milli Eyrarbakka og Stokkseyri. Einnig að uppbyggingu grænna svæða við ströndina verði haldið áfram. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir svæðið, auk þess að örugga hjóla- og gönguleið vantar milli staðanna sem er mjög brýnt m.a. vegna sameiningar grunnskólanna á stöðunum. Bæta þarf einnig útivistarmöguleika íbúa við ströndina. 

http://www.arborg.is/ 

Brim.123.is 



föstudagur, 13. janúar 2006

Íbúar í Árborg 7000

 Íbúar Árborgar eru orðnir 7000 talsins. Snemma í gærmorgun fæddist drengur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi sem fyllti sjöunda þúsundið. Hann mun vera Eyrbekkingur samkvæmt frétt á www.stokkseyri.is Hsu nýburar

Brim.123.is. 

mánudagur, 9. janúar 2006

Básendaflóðið

 Í dag eru liðin 207 ár frá Básendaflóðinu sem var mesta flóð Íslandssögunar,en þá gekk einver dýpsta lægð allra tíma yfir Ísland. Kaupstaðurinn Básendar varð rústir einar og byggðist aldrei aftur. Kirkjur fuku á Hvalsnesi og Nesi við Seltjörn. Bátar og skip skemmdust víða á svæðinu frá Eyrarbakka og vestur á Snæfellsnes.

Básendaflóðið 9.janúar 1799 olli töluverðum skemmdum á eignum Eyrbekkinga. Þá lét Lambertsen verslunarstjóri Sunckenberg verslunarinnar sem þá hét, hlaða mikinn garð fyrir framan búðirnar og Húsið sem enn stendur og störfuðu margir Bakkamenn við framkvæmd þess.

Í dag eru einnig liðin 16 ár frá Stormflóðinu mikla sem gekk yfir Eyrarbakka 9.janúar 1990 og olli miklu tjóni á Eyrarbakka og 

Brim.123.is 

laugardagur, 7. janúar 2006

Framhaldsfundur Bæjarstjórnar

Framhaldsfundur Bæjarstjórnar Árborgar var haldinn í dag. Til afgreiðslu var tillaga að aðalskipulagi sveitarfélagsins til næstu 20 ára ásamt breytingartillögum minni hlutans.

Hópur Eyrbekkinga mætti á áhorfendapalla eins vænta mátti, en sem kunnugt er gerðu allmargir Eyrbekkingar athugasemdir við framkomna tillögu þar sem hún tók ekki til mögulegs byggingarlands norðan þorpsins. 

Heimild: Brim.123.is