Nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fóru í gær í blysför að listaverkinu Kríunni eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara, en í gær voru liðin 100 ár frá fæðingu listamannsins. Sigurjón Ólafsson fæddist í Einarshöfn á Eyrarbakka 21. október 1908. Hann ólst upp á Eyrarbakka og gekk þar í barnaskóla.