Veðrið á Bakkanum
miðvikudagur, 31. desember 2014
Eyrbekkingar kvaddir 2013
Eyrbekkingar kvaddir 2014
fimmtudagur, 2. október 2014
Þróunarverkefni Sæbýlis tilbúið eftir tvö ár
Fyrirtækið hefur í nokkur ár stundað umfangsmikið tilraunaeldi með japönsk sæeyru á Eyrarbakka. Er það nú komið í 300 fermetra húsnæði á staðnum. Vonast Ásgeir til þess að hægt verði að hefja útflutning árið 2016. Gangi áformin eftir gæti útflutningur á fleiri botnlægum sjávardýrum, svo sem sæbjúgum og ígulkerjum, fylgt í kjölfarið.
sunnudagur, 24. ágúst 2014
Séra Sveinn hættur og farinn
Sveinn Valgeirsson prestur á Eyrarbakka tekur í septemberbyrjun við embætti prests við Dómkirkjuna í Reykjavík eftir að hafa þjónað á Bakkanum frá árinu 2008.
Nánar í Mogganum í dag
föstudagur, 11. apríl 2014
Ljósin kveikt í búðinni
Verslunarrekstur á Eyrarbakka er hafinn á nýjan leik eftir um það bil eins mánaðar stopp. Hjónin Eggert Valur Guðmundsson og Eygló Har Sigríðardóttir eru að fara af stað með verslunina Bakkann og opna á morgun, laugardag. Þau leigja aðstöðu og húsnæði af Olís og sjá jafnframt um eldsneytisafgreiðslu.