Verslunarrekstur á Eyrarbakka er hafinn á nýjan leik eftir um það bil eins mánaðar stopp. Hjónin Eggert Valur Guðmundsson og Eygló Har Sigríðardóttir eru að fara af stað með verslunina Bakkann og opna á morgun, laugardag. Þau leigja aðstöðu og húsnæði af Olís og sjá jafnframt um eldsneytisafgreiðslu.