Fyrirtækið hefur í nokkur ár stundað umfangsmikið tilraunaeldi með japönsk sæeyru á Eyrarbakka. Er það nú komið í 300 fermetra húsnæði á staðnum. Vonast Ásgeir til þess að hægt verði að hefja útflutning árið 2016. Gangi áformin eftir gæti útflutningur á fleiri botnlægum sjávardýrum, svo sem sæbjúgum og ígulkerjum, fylgt í kjölfarið.