Mikill snjór hefur safnast á götur þorpsins í skafrenningnum undanfarna daga. Eru sumir skafar hátt á þriðja metir. Seinlega hefur gengið að ryðja snjónum í burtu. Sveitarfélagið er nú með þrjár vélar að störfum á Eyrarbakka síðan í gær. Aðalgatan er orðin fær, en Túngata er enn að mestu ófær.