Kveikt var á jólatrénu í jólaþorpinu við Húsið á Eyrarbakka kl 18 í kvöld. Spiluð voru jólalög og jólavísur sungnar. Fyrstu jólasveinar þessara jóla sáust á vappi við Húsið og létu öllum illum látum. Aðspurðir sögðust Þeir heita Ljósamænir og Greniþreyfur. Margt var um manninn, foreldrar og börn. Þetta er í fyrsta sinn sem jólatrénu var komið fyrir á þessum stað, en áður var það við Álfstétt, en áður fyr við kirkjuna. Þetta eru síðan fjórðu jólin sem jólaþorpið er staðsett við Húsið.