Veðrið á Bakkanum
miðvikudagur, 31. desember 1975
Eyrbekkingar kvaddir 1975
þriðjudagur, 4. nóvember 1975
Fárviðri og sjávarflóð
Kjallarar íbúðarhúsa fylltust af sjó, holræsakerfi Eyrarbakka stórskemmt — Þetta eru óskaplegar skemmdir, sem maður sér hérna, en samt eru ekki öll kurl komin til grafar enn, sagði Þór Hagalín sveitarstjóri á Eyrarbakka í viðtali við Þjóðviljann.
Eftir mikið óveður aðfaranótt 3. Nóvember og sjávarflóð í kjölfarið, stórskemdist frystihúsið og bátar slitnuðu upp í höfninni. Sólborgin er talin mikið skemd þar sem hún liggur utan í hafnargarðinum og hálfsokkin að aftan .
föstudagur, 3. janúar 1975
Tveir bátar slitnuðu upp í óveðri
Að morgni gamlárskvöld gerði óveður mikið og sleit upp tvö báta í höfninni. Mikill ís barst einnig í höfninna frá ánni sem var í leysingum. Annar báturinn Askur er aðeins skemdur og liggur á hliðinni vestan bryggjunnar og Sæfari liggur utan í hafnargarðinum nokkuð laskaður. Talið er mögulegt að bjarga þeim.