35. fundur skólanefndar Árborgar haldinn á Stokkseyri 20. febrúar 2006 kl. 17:15.
1. Húsnæðismál BES.
Ályktun skólanefndar um húsnæðismál BES
Skólanefnd Árborgar hefur yfirfarið skýrslu vinnuhóps um framtíðarskipan húsnæðismála Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nefndin hefur ákveðnar efasemdir um þá lausn sem meirihluti hópsins mælir með, að byggja nýjan skóla á milli þorpanna. Sú lausn gengur gegn þeim vilja íbúanna sem fram kom á íbúaþingi 2003, en þar var lögð rík áhersla á að skólastarf yrði áfram í báðum þorpum.
Skólanefnd mælir með að byggt verði upp fullnægjandi skólahúsnæði í báðum þorpum. Hafist verði handa sem allra fyrst. Skólanefnd mælir jafnframt með að framkvæmdir verði aðeins á öðrum staðnum í einu.
Skólanefnd bendir á að íbúafundur við ströndina gæti verið heppilegur til að kynna niðurstöður skýrslunnar.
Samþykkt samhljóða.
Sjá einnig frétt "NEIÐARFUNDUR" Stokkseyri.is
Brim.123.is
Engin ummæli:
Skrifa ummæli