Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

þriðjudagur, 28. febrúar 2006

Skólamál við ströndina

 35. fundur skólanefndar Árborgar haldinn á Stokkseyri 20. febrúar 2006 kl. 17:15.

1. Húsnæðismál BES. Sigurður Bjarnason lýsti starfi vinnuhóps um framtíðarskipan húsnæðismála Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hópurinn mælir með nýju skólahúsi mitt á milli þorpanna. Margrét dreifði punktum um niðurstöður íbúaþings. Harpa lýsti undrun á því að þeir punktar væru nú dregnir fram. Taldi hún það gera heldur lítið úr vinnu vinnuhópsins. Einnig hefði mátt tengja hana betur við vinnu Ásbjarnar Blöndal um sama efni frá 2003. Kristinn lýsti ánægju með skýrsluna en saknaði þess að ekki væru settar fram spár um nemendafjölda. Einnig taldi hann að vænlegra væri að byggja upp á báðum stöðum frekar en á milli bæjanna. Of mikið sé gert úr göllunum við að reka skólann á tveimur stöðum. Harpa lagði fram  bókun:

Ályktun skólanefndar um húsnæðismál BES

Skólanefnd Árborgar hefur yfirfarið skýrslu vinnuhóps um framtíðarskipan húsnæðismála Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nefndin hefur ákveðnar efasemdir um þá lausn sem meirihluti hópsins mælir með, að byggja nýjan skóla á milli þorpanna. Sú lausn gengur gegn þeim vilja íbúanna sem fram kom á íbúaþingi 2003, en þar var lögð rík áhersla á að skólastarf yrði áfram í báðum þorpum.

Skólanefnd mælir með að byggt verði upp fullnægjandi skólahúsnæði í báðum þorpum. Hafist verði handa sem allra fyrst. Skólanefnd mælir jafnframt með að framkvæmdir verði aðeins á öðrum staðnum í einu.

Skólanefnd bendir á að íbúafundur við ströndina gæti verið heppilegur til að kynna niðurstöður skýrslunnar.

Samþykkt samhljóða.

Sjá einnig frétt "NEIÐARFUNDUR" Stokkseyri.is

Brim.123.is 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli