Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

mánudagur, 31. desember 2007

Eyrbekkingar kvaddir 2007

Sigurbjörg Guðmundsdóttir á Sæbergi. 
Sólrún Sverrisdóttir á Selfossi. 

EYRARBAKKI er lika í Winnipeg

 Nelson er af íslenskum ættum, býr á Eyrarbakka á vesturströnd Winnipeg-vatns í hinu sagnaríka Nýja-íslandi. Þar er hann búinn að koma upp safni af fornum íslenskum munum, eins og útskornum stokk eftir Bólu-Hjálmar og bókakistu Sigtryggs Jónassonar sem hann fór með vestur. Á Eyrarbakka er einstakt safn dagblaða, handrita, ættfræðirita, ljósmynda o.fl.

Himild: Listin að lifa 2007


laugardagur, 15. september 2007

Árni vill byggja

 Árni Valdimarsson einn eigenda hraðfrystihússlóðarinnar, Ísfoldarreitsins, við Eyrargötu á Eyrarbakka stóð fyrir fundi í samkomuhúsinu Stað þar sem fram fór kynning á hugmyndum um íbúðareit á lóð frystihússins.

Morgunblaðið - 15. september 2007

laugardagur, 19. maí 2007

Vorskipið kemur

 "Við fórum í þetta verkefni, Vorskipið kemur, þegar bæjarstjórn Árborgar sló af menn- ingardagskrána Vor í Árborg en sú dagskrá hafði mikið að segja hér við ströndina og annars staðar og kynnti vel menningu og listir í sveit- arfélaginu,“ sagði Friðrik Erlings- son, rithöfundur á Eyrarbakka, einn af frumkvöðlum dagskrárinnar Vorskipið kemur sem stendur yfir á Bakkanum. 

Nánar í Mogganum í dag 

laugardagur, 28. apríl 2007

Bókasafnið 80 ára

 "Ég finn vel fyrir sögu safnsins. Hér eru margar gamlar bækur sem eru gull fyrir grúskara. Safnið er hluti af rótum fólksins hér og það vill hafa safnið hér í þorpinu sem hluta af kjölfestu sinni í lífinu" segir Margrét Kristinsdóttir bókavörður. 

Morgunblaðið - 28. apríl 2007

þriðjudagur, 27. mars 2007

Siggeir garðyrkjustjóri Árborgar

 Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka stýrir garðyrkjudeild Árborgar, en Eyrarbakki er eitt þriggja byggðarlaga í Sveitarfélaginu. 

miðvikudagur, 14. mars 2007

Eitt ár frá brottför Alpan

 

Núr er er liðið rétt um eitt ár frá því rekstri Alpans h/f var hætt á Eyrarbakka og því væri fróðlegt að vita hvernig íslensku álpönnuverksmiðjunni vegnaði í Targoviste í Rúmeníu og fann ég grein um þetta efni í viðskiptablaðinu sem er svo hljóðandi:

Íslensk álpönnuverksmiðja hefur framleiðslu í Rúmeníu
Framleiðsla er hafin á álpönnum í verksmiðju LOOK Cookware Ísland ehf. í Rúmeníu. Að sögn Ingimundar Helgasonar, stjórnarformanns félagsins, horfir ágætlega með reksturinn eftir nokkra byrjunarerfiðleika við að koma framleiðslunni af stað. Verksmiðjan hefur náð sölusamningi sem tryggir ákveðna grunnstarfsemi hjá fyrirtækinu næstu fimm ár og sagði Ingimundur að viðbrögð á nýlegri sýningu hefðu aukið mönnum bjartsýni.

Verksmiðjan í Rúmeníu er í grunninn sú starfsemi sem var á vegum Alpan hf. á Eyrarbakka um árabil. Eftir langvarandi erfiðleika í rekstri hér á Íslandi var ákveðið í lok árs 2005 að færa verksmiðjuna til Rúmeníu en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er framleiðslukostnaðurinn um það bil helmingi lægri þar en á Íslandi og í Danmörku, en þar í landi er helsti samkeppnisaðili verksmiðjunnar. Einnig skipti miklu máli varðandi flutninginn út að ekki fékkst starfsfólk til starfa á Eyrarbakka. Þá er verksmiðjan í Rúmeníu nær mörkuðum og hráefni.

Ingimundur sagði að það hefði verið kostnaðarfrekt að fara með verksmiðjuna út en nú horfði ágætlega með rekstur hennar. Verksmiðjan er í 4.800 fermetra húsnæði í borginni Targoviste og sagði Ingimundur að hún væri miklu betur búin en verksmiðjan á Eyrarbakka. Þannig væri skipulag og tækjakostur mun betra sem yki mönnum bjartsýni á reksturinn. "Við erum að þjálfa starfsfólk og því fylgja ákveðnir byrjunarörðugleikar. Öll aðstaða starfsfólks er miklu betri en hún var nokkurn tímann hér heima. Við erum í húsnæði sem er búið að endurnýja frá grunni og við erum vonandi búnir að búa þessu þann farveg að þetta geti gengið," sagði Ingimundur en hann benti á að næstu mánuðir væru mikilvægir fyrir framhaldið. www.vb.is



Brim.123.is 

mánudagur, 29. janúar 2007

Sleifarlagi bæjarins mótmælt

Barnaskólinn 

 Eyrbekkingar eru aldir við að taka til hendinni þegar mikið liggur við og kunna því egi við leti og sleifargang þegar þess gerist þörf að taka hendur úr vösum og bretta upp ermar og því brugðu kennarar og starfsfólk í barnaskólanum á Eyrarbakka á það ráð að senda áttatíu börn í efstu bekkjum skólans heim til sín um tíuleytið í morgun til þess að mótmæla því sem þeir kalla sleifarlag bæjaryfirvalda við framkvæmdir á skólalóðinni á Eyrarbakka.

 

Nánar um þetta: www.stokkseyri.is

Fréttatilkynning frá Árborg varðandi málið