Veðrið á Bakkanum
miðvikudagur, 31. desember 2008
Eyrbekkingar kvaddir 2008
miðvikudagur, 22. október 2008
Blysför að Kríunni
Nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fóru í gær í blysför að listaverkinu Kríunni eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara, en í gær voru liðin 100 ár frá fæðingu listamannsins. Sigurjón Ólafsson fæddist í Einarshöfn á Eyrarbakka 21. október 1908. Hann ólst upp á Eyrarbakka og gekk þar í barnaskóla.
sunnudagur, 27. júlí 2008
Nóg að sjá og skoða við ströndina
Kajakaferðir eru farnar frá Stokkseyri og þar má einnig heimsækja Tónminjasetrið, Draugasafnið, Álfa og Tröllasafnið og Veiðisafnið svo eitthvað sé nefnt. Á Eyrarbakka má heimsækja Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka, einu elsta og merkasta húsi landsins.
sunnudagur, 20. júlí 2008
Góður andi í Gónhól
Viðtal við Árna Valdimarsson og Ninu Björg Knútsdóttir sem nýlega opnuðu menningarmiðstöð í Frystihúsinu.
Morgunblaðið - 20. júlí 2008
https://timarit.is/page/4194868?iabr=on#page/n18/search/Eyrarbakka%20/inflections/true
föstudagur, 27. júní 2008
10. Jónsmessuhátíðin
Eyrbekkingar efna til hátíðar í tilefni Jónsmessu um helgina. Nokkrir íbúar bjóða gestum til stofu, gengið verður um söguslóðir og kveikt í Jónsmessubrennu.
Hápunktur hátíðarinnar er Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við þorpið á laugardagskvöld kl. 22.
24 stundir - 27. júní 2008
sunnudagur, 1. júní 2008
Suðurlandsskjálftinn 29. mai 2008
Þann 29. maí 2008 klukkan 15:45 reið jarðskjálfti að stærð 6,3 (Mw) yfir Suðurland. Um hefðbundinn Suðurlandsskjálfta var að ræða, með svipuð einkenni og jarðskjálftarnir sem urðu árið 2000. Skjálftinn fannst vel á Eyrarbakka sem víðar. Fjöldi eftirskjálfta fylgdu í kjölfarið og smá-kippir stóðu yfir í nokkra daga.
Nokkur gömul hlaðin hús urðu fyrir talsverðum skemdum.
Húsin sem eyðilögðust:
- Höfn
- Ásgarður
- Smáratún
- Bólstaður
- Mundakot II
- Vatnagarður
- Lundur
fimmtudagur, 29. maí 2008
Suðurlandsskjálftar
Stór jarðskjálfti 6,2 stig reið yfir kl.15:45 í dag. Fjöldi eftirskjálfta fylgdu í kjölfarið, smáir sem stórir. Mikið tjón varð á húsmunum flestra heimila á Árborgarsvæðinu og Ölfusi. Skemdir urðu á Óseyrarbrú og á veginum milli Eyrarbakka og Ölfusárósa. Á Bakkanum hrundu húsmunir og annað lauslegt niður á gólf í mörgum húsum. Garðhleðsla hrundi við eitt hús og einhverjar skemdir urðu á "Bragganum" svo dæmi sé nefnt. Fólki er talsvert brugðið og hyggjast einhverjir ætla að sofa í tjöldum eða fellihýsum í nótt..
laugardagur, 19. apríl 2008
Kvenfélagið 120 ára
Kvenfélagskonur á Eyrarbakka gáfu í vikunni fæðingardeildinni á Selfossi nýtt tæki, súrefnismettunar-, blóðþrýstings- og hitamæli.
Kvenfélagið á Eyr-arbakka fagnar 120 ára afmæli sínu á sumardaginn fyrsta en félagið var stofnað hinn 25. apríl 1888 af 16 konum, að tilstuðlan stúkunnar Eyrarrósarinnar. Félagið er elsta starfandi kvenfélagið á landsbyggðinni.
Nánar Morgunblaðið - 19. apríl 2008
þriðjudagur, 1. janúar 2008
Heilsugæslan lokar
Heilbrigðisstofnun hyggst loka heilsugæsluselum á Eyrarbakka og Stokkseyri frá og með 1. janúar vegna þess hversu aðsókn er dræm.