Þann 29. maí 2008 klukkan 15:45 reið jarðskjálfti að stærð 6,3 (Mw) yfir Suðurland. Um hefðbundinn Suðurlandsskjálfta var að ræða, með svipuð einkenni og jarðskjálftarnir sem urðu árið 2000. Skjálftinn fannst vel á Eyrarbakka sem víðar. Fjöldi eftirskjálfta fylgdu í kjölfarið og smá-kippir stóðu yfir í nokkra daga.
Nokkur gömul hlaðin hús urðu fyrir talsverðum skemdum.
Húsin sem eyðilögðust:
- Höfn
- Ásgarður
- Smáratún
- Bólstaður
- Mundakot II
- Vatnagarður
- Lundur
Engin ummæli:
Skrifa ummæli