Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

föstudagur, 27. júní 2008

10. Jónsmessuhátíðin

 Eyrbekkingar efna til hátíðar í tilefni Jónsmessu um helgina. Nokkrir íbúar bjóða gestum til stofu, gengið verður um söguslóðir og kveikt í Jónsmessubrennu. 

 Hápunktur hátíðarinnar er Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við þorpið á laugardagskvöld kl. 22.

24 stundir - 27. júní 2008

sunnudagur, 1. júní 2008

Suðurlandsskjálftinn 29. mai 2008

 Þann 29. maí 2008 klukkan 15:45 reið jarðskjálfti að stærð 6,3 (Mw) yfir Suðurland. Um hefðbundinn Suðurlandsskjálfta var að ræða, með svipuð einkenni og jarðskjálftarnir sem urðu árið 2000. Skjálftinn fannst vel á Eyrarbakka sem víðar. Fjöldi eftirskjálfta fylgdu í kjölfarið og smá-kippir stóðu yfir í nokkra daga. 

Nokkur gömul hlaðin hús urðu fyrir talsverðum skemdum.

Húsin sem eyðilögðust:

  • Höfn
  • Ásgarður  
  • Smáratún
  • Bólstaður
  • Mundakot II
  • Vatnagarður 
  • Lundur