Veðrið á Bakkanum
laugardagur, 24. júní 2023
Hin árlega Jónsmessa haldin hátíðleg á Eyrarbakka
fimmtudagur, 1. júní 2023
Þangbrennslan
Einhver talaði um að af þessu væri fýla, en rétt nef gæti e.t.v. fundist það vera peningalykt.
Á Eyrarbakkafjöru vex mikið þang sem kann að vera vannýtt auðlind. Fyrr á öldum var þangið nýtt til sauðfjárbeitar, en einnig var það þurkað og brent til upphitunar í hallæri þegar erfitt var um kol eða mó. Hin síðari ár hefur þangið verið að nokkru nýtt sem áburður á kartöflugarða, en nú eru kartöflubændur aðeins örfáir eftir á Bakkanum og því rotnar þangið í fjörunni engum til gagns.
Árið 1853 var þangbrensluverksmiðja á Eyrarbakka og stóð hún þar sem nú stendur húsið Brenna, en það dregur einmitt nafn sitt af þangbrensluni. Úr þangöskunni var unnið joð og Glaubersalt (Sodium sulfate) sem þótti sérlega heilsusamlegt og voru bæði þessi efni notuð til lyfjagerðar og gáfust vel sem heinsandi efni. Árið 1854 var búið að framleiða eitt og hálft tonn af Glaubersalti sem flutt var til evrópu en einnig var Glaubersaltið selt hér innanlands og notað til lækninga bæði á dýrum og mönnum og var pundið selt á 32 skildinga.
Dr. J. Hjaltalín stóð að þessu fyrirtæki og skrifaði hann ágæta grein í Þjóðólf 1854 um þangbrensluna á Eyrarbakka og það gagn sem af þessari auðlind má hafa. Þangbrensla var fyrst stunduð í verulegum mæli frá 1730-1830 á Bretlandseyjum, einkum Orkneyjum og Hjaltlanseyjum. Afurðirnar af þangbrensluni voru í fyrstu Lútarsalt (Natríum) til sápuframleiðslu, glersmíði og lyfjagerðar og lifðu af þessari framleiðslu um 80 þúsund manns í Bretlandi.
Um aldamótin 1800 ætlaði Skoti nokkur Mc Auly að nafni að kenna Íslendingum þessa framleiðslu en ríkistjórn Íslands í Kaupmannahöfn stóð í vegi fyrir því og mistu því Íslendingar af lestinni, en talið var að hagnaðurinn gæti numið tveim tunnum gulls á ári.
Árið 1807 lofaði ríkisstjórnin nokkrum áhugamönnum um þangbrenslu að gera tilraun með hana hér á landi og kom í því skyni hingað til lands danskur sápugerðarmaður nokkur Morten Reidt að nafni og brendi þang í Skildinganesi um mánaðar tíma og var sú framleiðsla um eitt tonn af þangösku sem úr mátti vinna Glaubersalt til sápu gerðar (Talsvert notað í sjampo). Ekkert var þó úr að raunveruleg framleiðsla hæfist hér á landi og fékk þangið að rotna í fjöruborðinu engum til gagns.
Árið 1830 fundu Frakkar aðferð til að vinna Natron beint úr sjávarsalti þá lækkaði verðið og framleiðslan úr þanginu varð því ekki eins arðbær og að lokum var framleiðslunni víða hætt í þessum tilgangi. En þá hafði efnafræðingur nokkur fundið aðferð til að vinna efni sem hann kallaði Joð úr þangöskunni sem mátti nota til lækninga. Þangtegundir eru þó misríkar af joði en þangið á Eyrarbakka virtist lofa góðu um Joð framleiðslu auk Glaubersaltsins (neft eftir Johann Rudolf Glauber) sem úr mátti gera góða heilsulind með því að blanda það hveravatni. Dæmi um þannig heilsulind er heilsubrunnurinn í Karlsbad í Þýskalandi.
Eina þangbrensla landsins í dag er þörungaverksmiðjan í Karlsey á Reykhólum þar sem framleitt er þangmjöl en úr því má vinna efni sem kallast alignöt og ensím til ýmiskonar efnaiðnaðar. Árið 1939 til 1941 var unnið að þangmjölframleiðslu í Hveragerði þar sem var notast við hverahita til fraleiðslunar eins og nú er gert á Reykhólum. Árið 1959 var svo gerð tilraun með þangmjölsframleiðslu í svokallaðri beinamjölsverksmiðju sem Eyrbekkingar og Stokkseyringar áttu og stendur á milli þorpana en sú verksmiðja er í dag auð og tóm.
Brim.123.is