Jónsmessuhátíðin var haldin á Eyrarbakka núna um helgina. Dagskrá var bæði á föstudag og laugadag og margt til skemmtunar báða daganna. Veðurguðirnir voru til friðs fyrri part dags en þegar á leið daginn gátu þeir ekki lengur haldið aftur af sér og demdu yfir rigningunni ein og þeim er tamast núorðið. Því er ólíklegt að af verði sólstöðubrennunni í fjörunni.
Á myndinni má sjá hátíðarstemmingu við Sjóminjasafnið, vælubíla og víkingatjald.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli