Veðrið á Bakkanum

https://www.windfinder.com/forecast/eyrarbakki

mánudagur, 28. apríl 2025

Leikfélag Eyrarbakka

Leikfélag Eyrarbakka er lítið en skemmtilegt áhugaleikfélag sem var endurstofnað árið 2023. Leikfélagið eldra hafði lagt starfsemi sína niður laust eftir miðja síðustu öld.

Leikfélagið heldur úti Feacebook síðu.

laugardagur, 26. apríl 2025

Gjaldskyldu komið á Ráðhúsbílastæði.

Unnið er að því að koma upp myndavélakerfi fyrir gjaldskyldu á bílastæðinu við Ráðhúsið. Verkefnið er í samstarfi við Parki. Mjög erfitt er fyrir viðskiptavini að fá stæði þar sem bílastæðum hefur fækkað umtalsvert á svæðinu vegna aukins byggingamagns.

Framkvæmdir við Barnaskólann

Um þessar mundir er verið að ljúka við drenun meðfram sökkli gömlu skólabyggingarinnar. það er liður í endurbótum á skólahúsinu sem var lokað eftir að mygla kom þar upp fyrir nokkrum árum. Húsið verður síðan notað undir aðra starfsemi þegar endurbótum lýkur, en áætlað er að það verði gert í áföngum næstu tvö til þrjú árin.

Framkvæmdir hjá Olís Eyrarbakka

Undanfarið hafa staðið yfir framkvæmdir við Olís sjoppuna Bakinn. Verið er að endurnýja olíutankanna og hefur olía og bensín verið afgreitt úr bráðabirgða tanki á meðan framkvæmdir hafa staðið yfir.