Veðrið á Bakkanum
föstudagur, 31. desember 2004
Eyrarbekkingar kvaddir 2004
laugardagur, 16. október 2004
Eggjaskúrinn
Um helgina verður því fagnað að endurbyggingu Eggjaskúrsins á Eyrarbakka er lokið en skúrinn stendur við Húsið sem hýsir Byggðasafn Árnesinga. Lýður Pálsson safnstjóri segir að sumum hafi þótt skrýtinn þessi áhugi heimamanna á að byggja skúr sem bar svo einkennilegt nafn. Skúrinn ætti sér hins vegar merkilega sögu og hann sagði almenna ánægju með að tekist hefði að koma honum upp.
Nánar í Mogganum í dag.
miðvikudagur, 1. september 2004
Eggjaskúrinn
Verið er að endurreisa Eggjaskúrinn svokallaða á Eyrarbakka. Þar verður eggja- og fugla- safn P. Níelsens til sýnis ásamt öðrum náttúrugripum Byggðasafns Árnesinga.
Þar verður einnig aðstaða til að kynna fuglafriðlandið. Peter Nielsen, verslunarstjóri hjá Lefolii á Eyrarbakka í lok 19. aldar og fram á þá tuttugustu, var mikill náttúruunnandi.
Morgunblaðið - 01. september 2004
laugardagur, 29. maí 2004
Vor í Árborg
Boðið er upp á margs konar viðburði.
Á Eyrarbakka gafst fólki kostur á að sjá hvernig gamalt hús lítur út eftir smekklegar lagfæringar, einnig heimili sem lítið hefur breyst frá árunum eftir aldamótin 1900.
Morgunblaðið - 29. maí 2004