mánudagur, 3. janúar 2022

Gamla Eyrarlögn aftur í sundur

Það er aðeins mánuður liðinn síðan heitavatnslögnin niður á Eyrar fór síðast sundur með þeim afleiðingum að þrýstingur féll og hús héldust illa heit. Vatnið var svo tekið af 7. desember í harða gaddi á meðan viðgerð fór fram og stóð sú viðgerð frá morgni til kvöldsins og var þá orðið mjög kalt í húsum. Samkvæmt heimildum mun viðgerð ekki hefjast að þessu sinni fyrr en kuldakastinu lýkur.

Eyrarlögn var lögð af Hitaveitu Eyra fyrir 40 árum en með sameiningu sveitarfélaganna um síðustu aldamótin tóku Selfossveitur við rekstri borholu og lagnakerfi Hitaveitu Eyra.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli